Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 38

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 38
 „ÞinglýðraeSi" gegn „ríkiseinokun" Hefjum ])á athuganir okkar með gagnrýni á tveim- ur algengum hugmyndum í verkalýðshreyfingu Ev- rópu um þessar mundir, að vísu í tveimur aðskildum hlutum hennar: „Þinglýðræði" sem pólitísk hugsun sósíaldemókrata snýst um, og „ríkiseinokunarkapítal- isma“ sem er viðurkennd grundvallarsetning í röðum kommúnista. Meiriháttar gagnrýni á trú sósíaldemókrata á þing- lýðræði við borgaralegar aðstæður er ekki aðkallandi hér. Við erum öll sammála um, að borgaralegt lýðræði — svo notað sé sígilt orðalag — er aðeins „formlegt lýðræði". Að sönnu hefur aldrei komið fram nein sannfærandi og veigamikil skilgreining marxista á muninum milli formlegs lýðræðis og ómengaðrar harðstjórnar í auðvaldsþjóðfélagi — að því tilskildu að hvorttveggja sé til sem tilbrigði á sama hagkerfi. Enginn marxisti efast um villandi einkenni lýðræðis sem borgaraleg hugmyndafræði telur alfullkomið — þingræðisins, stjórnarfarsins í Atlantshafslöndunum um þessar mundir. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram, að afneitun á trú sósíaldemókrata á gildi þinglýðræðis leiðir til ályktunar sem ekki er alltaf gert ráð fyrir, sem sé algerðrar neitunar á ríkinu sem tæki til félags- legra og pólitískra umbreytinga. Formleg stjórn á rík- inu er ekki sama og vald. Ef svo væri mundi þing- meirihluti nægja til að koma á sósíalisma. Það hvarfl- ar ekki að nokkrum marxista að fallast á þá tálsýn sósíaldemókrata. Víkjum þá að hinum fjölmenna hópnum í verka- lýðshreyfingunni, kommúnistaflokkunum, sem vísa réttilega á bug trú sósíaldemókrata á borgaralegt lýð- ræði. Þar verður á vegi okkar hliðstætt hugtak, „rík- iseinokunarkapítalismi", en í margræðri merkingu. Með þessari nafngift er skilgreint núverandi þróun- arstig auðvaldsþjóðfélagsins. Tíðkendum sínum tjáir það tvö fyrirbrigði: (1.) drottnun risasamsteypna og forustu þeirra um verðlag í hagkerfinu almennt, og (2.) vaxandi ríkisafskipti af efnahagslífinu, með því að jafna hagsveiflur, og hluttöku hins opinbera. Þessi tvö aðgreindu fyrirhrigði renna bókstaflega í eilt í hugtakinu „ríkiseinokunarkapítalismi“. Hér gerist það athyglisverða, að mikilvægi ríkisins — sem lítið er gert úr í almennri gagnrýni á þingræðið — er nú hættulega ofmetið, unz það er gert að eðli nútíma kapítalisma. Ríkið var fyrir stuttu auðvirðilegt og tál- sýn en verður nú allt í einu yfirþyrmandi og ógn- vekjandi. Það er ekki hending ein að fjölmargir marx- istar hafa á undanförnum árum brennimerkt ríkisein- okun sem algera ógnun við borgaraleg frelsisréttindi, halda því fram að búið sé jafnvel að gera þau að svip hjá sjón. Gorz (Frakklandi) og Libertini (Ítalíu) hafa oft og einarðlega ráðizt gegn „einræðistilhneig- ingum“ sem „húa innra með“ nútíma þróuðu ríkis- einveldi. Jafnvel frjálslyndir, svo sem Schonfield (Modern Capitalism), láta í ljós sama ótta. Bent er á Gaullismann í Frakklandi og Kennedy-Johnson stjórn- arframkvæmdir sem ávöxt breytingar úr frjálslyndu ríki í tæknistjórnað (teknokratiskt) með stórauknu framkvæmdavaldi. Hver er lausnin á þessari mótsögn? Er bœSi hægt að gera lítið úr ríkinu sem uppsprettu pólitísks valds og lýsa jafnframt yfir, að það sé slíkt valdatæki í auðvaldsþjóðfélagi nútímans? Hver er skýringin á þessari þverstæðu? Iíefur mikilvægi ríkisins minnkað eða aukizt? Svarið við þessari spurningu verður á- kvarðandi um fræðikenningu okkar, bæði um eðli nútíma auðvalds og baráttuaðferðir sem beita þart til að sigrast á því. Þróun ríkisins í vestri í tengslum við sérhverja almenna fræðikenningu tim ríkið í auðvaldsþjóðfélagi er í upphafi nauðsyn- legt að gera sér sögulega grein fyrir uppruna þess og þróun þess frá tíma lénsskipulagsins, og landjrœSilcg- um mun á eðli þess og starfrækslu í Vestur- og Aust- urevrópu. Aðeins á þann hátt er hægt að gera sér áð- ur áminnsta þverstæðu skiljanlega. Lukacs hefur fyrir löngu bent á, að lénsskipulagið einkenndist af samruna „efnahags-" og „pólitíska" sviðsins. í hagkerfi miðalda hafði nefnilega léns- herrann bæði pólitísk og efnaleg völd — en bloc — yfir ánauðarbóndanum. Hann arðrændi ánauðar- bóndann við aðstæður sem voru í senn efnalegar — þ. e. landleiga og lénsgjöld — og pólitiskar — þ. e. persónuleg blýðni við lénsherrann. Þar var ekki hægt að greina á milli sérstakrar „efnalegrar“ og annarar „pólitískrar" hliðar á kúguninni. Þær féllu í eitt. Með tilkomu kapítalismans kernur fram vaxandi að- greining á báðum þessum sviðum. Efnahagslífið verður sjálístætt svið — frjálsi markaðurinn — og gerir þar með í fyrsta sinn stjórnmálin að sérsviði. Afstæðan milli verkamanns sem seldi vinnuafl og atvinnurekanda var ómengaður viðskiptasamningur þeirra í milli sem sértekinna efnahagslegra þátta. IJann varðaði ekki alla persónu verkamannsins eins og lénsskipulagið. í kjölfarið koma upp eiginleg stjórnmál sem eru greind frá efnahagssviði markaðs- ins. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.