Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 15

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 15
í ljós skoðanamismunur innan flokksins, sem leiddi til aðgreiningar tveggja arma. Hinn svonefndi „hægri armur“ hefur fylgt stefnu, sem á allmikið skylt við stefnu franska komm- únistaflokksins, en hefur þó verið hvorttveggja í senn, sveigjanlegri og opnari fyrir gagnrýni frá vinstri. Vinstri armurinn hefur aftur á móti lagt áherzlu á málefnalega, en ekki takt- íska endurnýjun og á þannig mikið sameigin- legt með pólitískum hreyfingum til vinstri við kommúnistaflokkana. Auk þeirra beinu áhrifa, sem 20. flokks- þingið hafði á stefnu og starfshætti kommún- istaflokkanna í Vestur-Evrópu, varð það til- efni til víðtæks uppgjörs við hugmyndakerfi stalínismans, sem að mestu leyti fór fram utan vébanda kommúnistaflokkanna, og var af þeim oft stimplað sem endurskoðunarstefna. Með timanum hafa hér æ greinilegar komið fram tvær andstæðar stefnur, annars vegar afneitun marxismans og hins vegar marxísk gagnrýni á stalínismanum sem þj óðfélags- og hugmynda- kerfi. Þessi gagnrýni hlaut að sjálfsögðu að sækja margar hugmyndir til fyrirrennara sinna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar, og eftir því sem hún hefur ljósar komið fram í póli- tískum niðurstöðum, hefur þannig aftur kom- izt á dagskrá hin klassíska marxíska hugmynd um sósíalíska hyltingu. BYLTINGAR- HUGMYNDIN Umrædd byltingarhugmynd, sem í grund- vallaratriðum er mótuð af Marx, kemur einna skýrast fram í ritum Trotskís, en áhrif hennar síðustu 10—15 árin hafa engan veginn tak- markazt við þá, sem mest vitna til hans (4. alþjóðasambandið), heldur hefur hún með litlum breytingum verið tekin upp af ýmsum félagshópum og málgögnum róttækra vinstri- manna í Vestur-Evrópu, sem aftur hafa haft miklu meiri áhrif en tölulegum styrkleika þeirra samsvarar. Áður en lengra er haldið, er því rétt að reyna að skilgreina í sem stvtztu máli höfuðdrætti þessarar byltingarhugmvnd- ar. 1. Á hina sósíalísku byltingu er ekki litið fyrst og fremst sem pólitíska valdatöku ákveð- ins flokks, heldur jélagslega valdatöku verka- lýðsstéttarinnar, með stuðningi meira eða minna virkra bandamanna úr öðrum stéttiun. Þessu takmarki verður ekki náð fyrst og fremst með auknum áhrifum viðkomandi flokks á valdamiðstöðvar þjóðfélagsins eða með því að hann stofni til hagstæðra póli- tískra bandalaga, heldur með því að byggja upp félagslegt afl, sem sé þess umkomið að sigrast á valdakerfi borgarastéttarinnar. Hin flokkslega barátta getur því aðeins náð tilætl- uðum árangri, að hún styðjist við slíkt afl. Valdatakan á sér stað á öllum þrepum þjóð- félagsstigans, frá framleiðslukerfinu til ríkis- valdsins; hið borgaralega rikisvald er l)rotið niður og í staðinn sett nýtt, sem er verkfæri hinnar sameinuðu verkalýðsstéttar. Þannig eru þegar í byltingunni sjálfri lögð drög að þeirri umbyltingu sambandsins milli ríkis og þjóð- félags, sem einkenna á hið sósíalíska þjóð- skipulag. 2. Þjóðfélagsbyltingin krefst ákveðinna hlut- lægra forsendna, ekki aðeins sögulega séð, heldur einnig í öðrum og þrengri skilningi orðsins: hin byltingarsinnaða strategía byggir ekki aðeins á innri mótsögnum kapítalismans, heldur gerir hún einnig ráð fyrir að þær magni hver aðra og fái útrás í endurteknum þjóð- félagskreppum, sem veiki svo hið kapitaliska þjóðfélagskerfi, að verklýðsstéttin geti vegið að sjálfum máttarstoðum þess. Þannig skap- ast byltingarástand, sem ber eftirfarandi ein- kenni: eðlilegur gangur þjóðfélagskerfisins truflast (þetta er ekki bundið við eiginlega efnahagskreppu eða styrjöld, eins og oft hefur verið talið; þjóðfélagskreppa getur sprottið af ýmsum öðrum beinum orsökum), andstaða verkalýðsstéttarinnar og ýmissa annarra þjóð- félagshópa gegn því verður miklu meiri og virkari en á eðlilegum tímum, og valdastéttin kemst í ógöngur, getur ekki stjórnað áfram 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.