Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 15

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 15
í ljós skoðanamismunur innan flokksins, sem leiddi til aðgreiningar tveggja arma. Hinn svonefndi „hægri armur“ hefur fylgt stefnu, sem á allmikið skylt við stefnu franska komm- únistaflokksins, en hefur þó verið hvorttveggja í senn, sveigjanlegri og opnari fyrir gagnrýni frá vinstri. Vinstri armurinn hefur aftur á móti lagt áherzlu á málefnalega, en ekki takt- íska endurnýjun og á þannig mikið sameigin- legt með pólitískum hreyfingum til vinstri við kommúnistaflokkana. Auk þeirra beinu áhrifa, sem 20. flokks- þingið hafði á stefnu og starfshætti kommún- istaflokkanna í Vestur-Evrópu, varð það til- efni til víðtæks uppgjörs við hugmyndakerfi stalínismans, sem að mestu leyti fór fram utan vébanda kommúnistaflokkanna, og var af þeim oft stimplað sem endurskoðunarstefna. Með timanum hafa hér æ greinilegar komið fram tvær andstæðar stefnur, annars vegar afneitun marxismans og hins vegar marxísk gagnrýni á stalínismanum sem þj óðfélags- og hugmynda- kerfi. Þessi gagnrýni hlaut að sjálfsögðu að sækja margar hugmyndir til fyrirrennara sinna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar, og eftir því sem hún hefur ljósar komið fram í póli- tískum niðurstöðum, hefur þannig aftur kom- izt á dagskrá hin klassíska marxíska hugmynd um sósíalíska hyltingu. BYLTINGAR- HUGMYNDIN Umrædd byltingarhugmynd, sem í grund- vallaratriðum er mótuð af Marx, kemur einna skýrast fram í ritum Trotskís, en áhrif hennar síðustu 10—15 árin hafa engan veginn tak- markazt við þá, sem mest vitna til hans (4. alþjóðasambandið), heldur hefur hún með litlum breytingum verið tekin upp af ýmsum félagshópum og málgögnum róttækra vinstri- manna í Vestur-Evrópu, sem aftur hafa haft miklu meiri áhrif en tölulegum styrkleika þeirra samsvarar. Áður en lengra er haldið, er því rétt að reyna að skilgreina í sem stvtztu máli höfuðdrætti þessarar byltingarhugmvnd- ar. 1. Á hina sósíalísku byltingu er ekki litið fyrst og fremst sem pólitíska valdatöku ákveð- ins flokks, heldur jélagslega valdatöku verka- lýðsstéttarinnar, með stuðningi meira eða minna virkra bandamanna úr öðrum stéttiun. Þessu takmarki verður ekki náð fyrst og fremst með auknum áhrifum viðkomandi flokks á valdamiðstöðvar þjóðfélagsins eða með því að hann stofni til hagstæðra póli- tískra bandalaga, heldur með því að byggja upp félagslegt afl, sem sé þess umkomið að sigrast á valdakerfi borgarastéttarinnar. Hin flokkslega barátta getur því aðeins náð tilætl- uðum árangri, að hún styðjist við slíkt afl. Valdatakan á sér stað á öllum þrepum þjóð- félagsstigans, frá framleiðslukerfinu til ríkis- valdsins; hið borgaralega rikisvald er l)rotið niður og í staðinn sett nýtt, sem er verkfæri hinnar sameinuðu verkalýðsstéttar. Þannig eru þegar í byltingunni sjálfri lögð drög að þeirri umbyltingu sambandsins milli ríkis og þjóð- félags, sem einkenna á hið sósíalíska þjóð- skipulag. 2. Þjóðfélagsbyltingin krefst ákveðinna hlut- lægra forsendna, ekki aðeins sögulega séð, heldur einnig í öðrum og þrengri skilningi orðsins: hin byltingarsinnaða strategía byggir ekki aðeins á innri mótsögnum kapítalismans, heldur gerir hún einnig ráð fyrir að þær magni hver aðra og fái útrás í endurteknum þjóð- félagskreppum, sem veiki svo hið kapitaliska þjóðfélagskerfi, að verklýðsstéttin geti vegið að sjálfum máttarstoðum þess. Þannig skap- ast byltingarástand, sem ber eftirfarandi ein- kenni: eðlilegur gangur þjóðfélagskerfisins truflast (þetta er ekki bundið við eiginlega efnahagskreppu eða styrjöld, eins og oft hefur verið talið; þjóðfélagskreppa getur sprottið af ýmsum öðrum beinum orsökum), andstaða verkalýðsstéttarinnar og ýmissa annarra þjóð- félagshópa gegn því verður miklu meiri og virkari en á eðlilegum tímum, og valdastéttin kemst í ógöngur, getur ekki stjórnað áfram 85

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.