Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 16

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 16
Marxistinn Marcuse ó fundi með byltingar'sinnuðum stúdentum. með óbreyttum aðferðum, en möguleikar henn- ar til að beita nýjum eru um leið takmarkaðir af þjóðfélagsástandinu. 3. Þegar notað er orðið „byltingarástand“, ber þó ekki að skilja það á þann veg, að við slíkar aðstæður eigi valdatakan sjálf, umbúða- og milliliðalaust, að verða höfuðbaráttumál hinnar sósíalísku verkalýðshreyfingar, heldur á hún að setja íram ákveðnar kröfur, sem annars vegar fela í sér árás á sjálfan grundvöll kapítalismans (og mæta þeirri andstöðu, sem því samsvarar) og eru hins vegar til þess falln- ar að sameina sem breiðasta fylkingu til bar- áttu gegn honum; þannig verður baráttan um hið pólitíska vald að nauðsynlegum og aug- ljósum þætti þessara breytinga. Slíkar kröfur hafa oftast verið nefndar „umbyltingarstefnu- skrá“ (transitional program); þær geta eftir aðstæðum beinzt að þjóðnýtingu höfuðstöðva hins kapítalíska atvinnureksturs (og ekki ó- 86 arðbærra eða þýðingarlítilla greina hans), beinni og ráðandi hlutdeild verkalýðshreyf- ingarinnar í ríkisvaldinu, afnámi gróðalög- málsins við mikilvægustu ákvarðanir um efna- hagsmál, o. s. frv. 4. Síðast en ekki sízt er óaðskilj alegur þátt- ur þessarar byllingarhugmyndar kenningin um „samfellda byltingu“, en hún felur í sér tvennt: i fyrsta lagi, að á skeiði imperíalismans hljóti hver bylting að verða sósíalísk, ef hún ekki á að bíða ósigur, hin sósíalísku öfl verði að taka forystuna, ef takast eigi að leysa nokkuð af verkefnum hennar; og í öðru lagi, að hin sósíalíska bylting geti því aðeins náð sínu endanlega takmarki, að hún sigri á heimsmæli- kvarða. Kenningin um „sósíalisma í einu landi“ er samkvæmt þessum hugmyndum al- ger fjarstæða: hún er óraunsæ, vegna þess að einstakt og einangrað ríki er of þröngur velt- vangur fyrir sósíalíska uppbyggingu, og ó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.