Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 16

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 16
Marxistinn Marcuse ó fundi með byltingar'sinnuðum stúdentum. með óbreyttum aðferðum, en möguleikar henn- ar til að beita nýjum eru um leið takmarkaðir af þjóðfélagsástandinu. 3. Þegar notað er orðið „byltingarástand“, ber þó ekki að skilja það á þann veg, að við slíkar aðstæður eigi valdatakan sjálf, umbúða- og milliliðalaust, að verða höfuðbaráttumál hinnar sósíalísku verkalýðshreyfingar, heldur á hún að setja íram ákveðnar kröfur, sem annars vegar fela í sér árás á sjálfan grundvöll kapítalismans (og mæta þeirri andstöðu, sem því samsvarar) og eru hins vegar til þess falln- ar að sameina sem breiðasta fylkingu til bar- áttu gegn honum; þannig verður baráttan um hið pólitíska vald að nauðsynlegum og aug- ljósum þætti þessara breytinga. Slíkar kröfur hafa oftast verið nefndar „umbyltingarstefnu- skrá“ (transitional program); þær geta eftir aðstæðum beinzt að þjóðnýtingu höfuðstöðva hins kapítalíska atvinnureksturs (og ekki ó- 86 arðbærra eða þýðingarlítilla greina hans), beinni og ráðandi hlutdeild verkalýðshreyf- ingarinnar í ríkisvaldinu, afnámi gróðalög- málsins við mikilvægustu ákvarðanir um efna- hagsmál, o. s. frv. 4. Síðast en ekki sízt er óaðskilj alegur þátt- ur þessarar byllingarhugmyndar kenningin um „samfellda byltingu“, en hún felur í sér tvennt: i fyrsta lagi, að á skeiði imperíalismans hljóti hver bylting að verða sósíalísk, ef hún ekki á að bíða ósigur, hin sósíalísku öfl verði að taka forystuna, ef takast eigi að leysa nokkuð af verkefnum hennar; og í öðru lagi, að hin sósíalíska bylting geti því aðeins náð sínu endanlega takmarki, að hún sigri á heimsmæli- kvarða. Kenningin um „sósíalisma í einu landi“ er samkvæmt þessum hugmyndum al- ger fjarstæða: hún er óraunsæ, vegna þess að einstakt og einangrað ríki er of þröngur velt- vangur fyrir sósíalíska uppbyggingu, og ó-

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.