Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 36

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 36
A. MALYSH: ARFLEIFÐ MARXISTA Rit Marx og Engels eru voldugt vopn í hönd- um verkalýðsins og flokka hans. Utgáfan á heildarritum þeirra, söfnun handrita þeirra og rannsókn öll í því sambandi hefur verið mikið verk. Nokkru eftir októberbyltinguna 1917 var haf- izt handa af hálfu Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna um að koma upp slíkri rannsókna- og útgáfustofnun, og á aldarafmæli Marx, 5. maí 1918, var ákveðið að gefa út heildarrit þeirra Marx og Engels í 28 binda útgáfu. í út- gáfunefndinni voru m. a. Lenín, Lunacharsky, Vorovsky, Pokrovsky, Steklov o. fl. Þann 11. janúar 1921 var að tillögu Leníns ákveðið að koma upp Marx-Engels stofnun- inni. Voru þau Bela Kun og Clara Zetkin m. a. í stjóm hennar. Sú stofnun á nú um 8000 frum- rit eða ljósmyndir af frumritum Marx og Engels. Fyrsta rússneska útgáfan, ásamt alþjóðlegri útgáfu (Marx-Engels Gesamtausgabe, MEGA), byrjaði útkomu seint á þriðja áratug aldar- innar og var lokið 1947. Var hún 29 bindi, — en 20. bindið sem „Theorien íiber den Mehr- wert" (Kenningamar um gildisaukann) átti að vera í, kom ekki. Hins vegar hafðist upp á mörgum handritum, sem lágu í söfnum þýzka sósíaldemókrataflokksins óhagnýtt, svo sem „Okonomische und Philosophische Manu- scripte von 1844", „Deutsche Ideologie", „Dia- lektik der Natur" o. fl. Síðan var önnur rússnesk heildarútgáfa gef- in út, hófst 1955 og lauk 1966. Er hún 39 bindi. Eru það 5500 rit, greinar, bréf o. s. frv., þar af um 1000, sem ekki hafa áður verið prentuð, þar í 600 bréf Marx og Engels. Og í þessari heildarútgáfu komu „Theorien iiber den Mehr- wert", að lokinni mikilli rannsókn á handrit- unum, sem oft eru ill læsileg, og í þeirri mynd, sem Marx skildi við þau, en Kautsky hafi áður gefið út óvandaða útgáfu af þeim 1905—10, — en nú komu þessi rit, sem hafa mikla þýðingu fyrir „Auðmagnið" í sinni upprunalegu mynd. Eru þau 26. bindi heildarútgáfunnar og er þá „Das Kapital" Marx komið út í fyrsta sinni í endanlegu formi höfundar og Engels. Bréf Marx og Engels eru í 27.—39. bindi. Eru það dýrmætir fjársjóðir marxismanum. í Þýzka alþýðulýðveldinu kemur nú út á vegum Dietz-útgáfunnar og stofnunar Marx- isma og Leninisma ágæt þýzk heildarútgáfa Marx og Engels í 39 bindum, svo öll rit þessara miklu sona þýzku þjóðarinnar verða nú loks aðgengileg á máli þeirra. En tveir þriðju alls, sem þeir rituðu, var á þýzku. Góð samvinna er á milli þessara tveggja stofnana í Sovétríkjunum og DDR og sömuleið- is við Gramscí-stofnunina í Róm, Maurice- Thores-stofnunina í París, Alþjóðastofnun fyrir félagslega sögu í Amsterdam og fjölda annarra skyldra stofnana í Japan, Bandaríkjunum og víðar. Stofnun marxisma og leninisma, eins og Marx-Engels-stofnunin í Moskvu heitir nú, hef- ur að geyma yfir tvær milljónir binda um sögu sósíalismans, verkalýðshreyfingarinnar, marx- ismans og leninismans. Hún er öllum opin til vísindalegra rannsókna og koma menn alls staðar að í veröldinni til þess að hagnýta sér það, sem hún hefur að bjóða. Er unnið þar að margskonar útgáfum öðrum en hér um getur. Alls hafa rit Marx og Engels verið gefin út í Sovétríkjunum í 2394 útgáfum, en 85 milljónum eintaka, siðan byltingin varð 1917. Nú vinnur stofnunin m. a. að því að gefa út 11 viðbótarbindi við aðra heildarútgáfuna af Marx og Engels. Þar verða rit þeirra fyrir 1844, greinar skrifaðar 1848—49, sem nýlega voru uppgötvaðar, nokkrir frumdrættir að „Auð- magninu" o. fl. Stofnunin vinnur nú í samráði við samsvar- andi stofnun í DDR að því að gefa út helldar- útgáfuna á því máli, er hvert rit var skrifað. Hugmyndin er að gefa út bókstaflega allt, sem Marx og Engels hafa skrifað, líka hugmyndir, athugasemdir ritaðar við bækur o. s. frv. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.