Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 4

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 4
hækkaðir við ísland erlendis af því ríkisstjóm- inni er ekki treyst.* Atvinnuleysið blasir nú þegar við og brýzt fram sem fjöldafyrirbrigði í vetur við vaxandi gjaldþrot atvinnufyrirtækja. Og möguleikarnir til að ráða við það hafa verið minnkaðir, -—- nema gripið sé til róttækra ráða. RÓTTÆK ÚRRÆÐI Það þarf róttæk úrræði, — og það þýðir úr- ræði í ætt við sósíalisma — eins og 1944: Það að þora og kunna að hugsa fyrir landið sem eina heild, — búa þvi til djarfhuga áætlun um þróun þjóðarbúskaparins, samræma starfsemi ríkisbankanna til að framkvæma hana, setja utanríkisverzlunina undir yfirstjórn ríkisvalds- ins og nota til hins ýtrasta kaupgetu íslendinga til að tryggja markaði fyrir útflutningsvöru okkar. En jafnframt verður að berjast af öllum mætti á hinum frjálsu mörkuðum með öryggi stórfelldra vöruskiptasamninga sem baktrygg- ingu svo grundvöllur efnahagslegrar tilveru okkar sé ekki settur á eitt kort sem hjá harð- svíruðum fjárhættuspilara — eins og nú er gert. Þessi úrræði eru vissulega í ætt við sósíal- isma — eins og nýsköpunin var 1944—47. Og höfuðskyldleikinn felst í því að sú efnahags- lega eining, — sem sósíalisminn boðar stór- um þjóðum sem lausn á stéttabaráttu-vanda- máli þeirra, — er litilli þjóð sem oss íslend- ingum þjóðleg nauðsyn, til að tryggja efna- hagslegt öryggi vort í harðvítugum heimi. Það eru aðeins mn 40.000 verkamenn á Islandi — eða svipað og í rafmagnsfyrirtækinu ASEA í Svíþjóð — og ef við ætlum að tryggja öllum þeim, sem hér fæðast og vilja lifa á þessu landi, atvinnu og góða afkomu, þá verður allt *Vextir á 274 milljón króna láninu í Lontlon í maí 1968 eru raunverulega 9%. atvinnulíf vort að vera þaulskipulagt og hugs- að út frá sjónarmiði heildarinnar, þótt rekstur- inn hafi upp á að bjóða öll afbrigði frá ein- staklings- til ríkisreksturs og allt þar á milli. Alveg eins og Landsbankinn er skapaður sem ríkisbanki fyrir aldamótin, — ekki út frá sósíalistisku sjónarmiði, — heldur af því ein- faldlega að einstaklingar þjóðarinnar voru svo fátækir að það varð að nota traust þjóðar- heildarinnar til að afla atvinnulífinu fjár, — eins þarf þjóðin nú að standa sem ein heild út á við með ákveðna atvinnuáætlun fyrir allt þjóðarbúið, til þess að öðlast þann styrkleik sem þarf í hinni hörðu baráttu á heimsmark- aðnum, þar sem allir smáir hafa þegar verið troðnir undir (— flestir deyjandi sælir í trúnni á „frjálsa samkeppni'' og „framtak einstakl- ingsins'' -—) og hinir fáu stóru nú slást — og drepa þá sundruðu. Það er þjóðleg þörf smárrar þjóðar, sem knýr fram þessi úrræði, sem að forminu virðast sósíalistisk. ÞAÐ ÞARF SÓSÍALISTISKAN FLOKK En það þarf sósíalistiskan flokk til að hugsa og framkvæma 'slík úrræði, — flokk, sem hugs- ar út frá sjónarmiði þjóðarheildar, en ekki út frá metnaði einstakra persóna eða sérhagsmun- um lítilla en voldugra klíkna. Það þarf ílokk. sem hugsar út frá heildarskipulagi þjóðarbús, „hagræðir" þannig atvinnulifinu öllu út frá þjóðarinnar sjónarmiði, — en sekkur ekki nið- ur í að „hagræða” í hverri verksmiðju, sem máske síðan lokar, en viðhalda hringavitleysu og óskapnaði í þjóðarbúinu sem heild. Og slíkt gerir aðeins sósíalistiskur flokkur, eins og sýndi sig bezt 1944. Þetta þýðir: það þarf að endurvekja sósíal- ismann, hinn marxistiska hugsunarhátt, í þeim flokki, sem nú vonandi tekur við hlutverki 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.