Réttur


Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1968, Blaðsíða 8
Arðránið: 150% Gróði bandarísks auðvalds á verkalýðnum þar er gífurlegur. Menn verða að muna að vélar þær, er verkamenn vinna með eru mjög afkastamiklar, og skipulagningin á framleiðsl- unni gerhugsuð. Á árinu 1964 var heildarlaunafúlgan til allra launþega (hálaunaðir forstjórar meðtaldir) í úrvinnslu-iðnaði 98,7 miljarða dollarar, þar af laun verkamanna 65,8 miljarðar dollara. En verðmætið, sem framleiðslan hafði aukizt um var 206 miljarðar dollara. Þegar miðað er við verkamennina í framleiðslunni, er því gildisaukinn (brutto-mehrwert) 140,2 miljarð- ar dollara, — og hlutfallið milli gildisauka og verkalauna yfir 200%. En miðað við alla launafúlguna er gildisaukningin 107,3 mil- jarðar og hlutfallið 109%. Raunverulegur gildisauki, — eða gróði atvinnurekenda í hlut- falli við vinnulaun, — er því um 150%. Ameríska auðvaldið reynir oft að fela viss- an hluta gróðans í gífurlega háum launum til forstjóra og eigenda, í óhóflegum auglýsinga- og risnukostnaði o. s. frv. Bandarískur verkalýður knúði fram raun- verulegar launahækkanir á stríðsárunum og rétt eftir stríðslok, en síðan dróg úr þeim. Samkvæmt opinberum skýrslum var árleg hækkun raunverulegra launa sem hér segir: á árunum 1939—1947 3%, 1947—1957 2,2%, en 1957—1967 1,4%. En á sama tíma sýndu tölur í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi, Japan og Ítalíu að meðallaun hækkuðu á síðasta áratug um 4—5% á ári. Og í sósíalistísku löndunum var hækkunin enn meiri. — Banda- rískur verkalýður hefur því ekki af miklu að státa hvað þetta snertir. Atvinnuleysið Atvinnuleysið var á sjö árum fyrir Víetnam- stríðið yfir 5% og er verst lét 7%. Atvinnumálaráðuneytið reynir að dylja hið raunverulega atvinnuleysi með tölum sínum. Á árinu 1966 taldi atvinnumálaráðuneytið þann- ig auk 3 milljóna viðurkenndra alvinnuleys- ingja, 1,6 miljón manna á vinnualdri, sem „væru utan við raðir vinnuaflsins“, og enn- fremur 2 miljónir verkamanna, sem „ekki hefðu fulla atvinnu af efnahagslegum ástæð- um.“ — Samkvæmt opinberum skýrslum voru 1964 14 milljónir verkamanna at'vinnulausir á ýmsum tímum ársins, þar af 10 milljónir lengur en einn mánuð og 6 milljónir lengur en 3 mánuði. Fyrir æskufólk er þetta sérstaklega erfitt, m. a. s. 1966, þegar atvinna óx vegna Víetnam- stríðsins og margir ungir menn voru kallaðir í herinn, voru 11,7% æskumanna og 14,7% ungra kvenna (16—19 ára) atvinnulaus. Atvinnuleysið hitnar hart á negrunum. Raunverulega voru 15% þeirra atvinnulausir 1966, þó opinberar skýrslur nefndu tölurnar 7,5% fyrir þeldökka og 3,4% fyrir hvíta. Tryggingar Bandaríkin eru langt á eftir í tryggingamál- um. Þegar löndunum er raðað eftir því hve mikinn hluta þjóðartekna þau nota til félags- legra trygginga, þá eru Bandaríkin tuttugustu í röðinni, m. a. s. aftan við fasistaríkið Portú- gal. Hlutfallið í Bandaríkjunum er 6%, en t. d. í Frakklandi 18,9%. í tryggingakerfi Banda- ríkjanna eru ekki til fjölskyldubætur fyrir barnmargar fjölskyldur, aðstoð við verðandi mæður, vísitöluhækkun á aðstoð o. s. frv. Elli- laun eru aðeins 17% af meðallaunum verk- smiðjuverkamanns, — raunverulega lægri en 1940. Sjúkratryggingar hins opinbera eru sér- staklega slæmar. Misrétti Misréttið í launamálum er ægilegt, ekki sízt milli hvítra og þeldökkra. Faglærðir bygginga- menn geta fengið 15 dollara fyrir 3ja stunda vinnu, en ein milljón þeldökkra kvenna verður 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.