Réttur


Réttur - 01.04.1968, Page 8

Réttur - 01.04.1968, Page 8
Arðránið: 150% Gróði bandarísks auðvalds á verkalýðnum þar er gífurlegur. Menn verða að muna að vélar þær, er verkamenn vinna með eru mjög afkastamiklar, og skipulagningin á framleiðsl- unni gerhugsuð. Á árinu 1964 var heildarlaunafúlgan til allra launþega (hálaunaðir forstjórar meðtaldir) í úrvinnslu-iðnaði 98,7 miljarða dollarar, þar af laun verkamanna 65,8 miljarðar dollara. En verðmætið, sem framleiðslan hafði aukizt um var 206 miljarðar dollara. Þegar miðað er við verkamennina í framleiðslunni, er því gildisaukinn (brutto-mehrwert) 140,2 miljarð- ar dollara, — og hlutfallið milli gildisauka og verkalauna yfir 200%. En miðað við alla launafúlguna er gildisaukningin 107,3 mil- jarðar og hlutfallið 109%. Raunverulegur gildisauki, — eða gróði atvinnurekenda í hlut- falli við vinnulaun, — er því um 150%. Ameríska auðvaldið reynir oft að fela viss- an hluta gróðans í gífurlega háum launum til forstjóra og eigenda, í óhóflegum auglýsinga- og risnukostnaði o. s. frv. Bandarískur verkalýður knúði fram raun- verulegar launahækkanir á stríðsárunum og rétt eftir stríðslok, en síðan dróg úr þeim. Samkvæmt opinberum skýrslum var árleg hækkun raunverulegra launa sem hér segir: á árunum 1939—1947 3%, 1947—1957 2,2%, en 1957—1967 1,4%. En á sama tíma sýndu tölur í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi, Japan og Ítalíu að meðallaun hækkuðu á síðasta áratug um 4—5% á ári. Og í sósíalistísku löndunum var hækkunin enn meiri. — Banda- rískur verkalýður hefur því ekki af miklu að státa hvað þetta snertir. Atvinnuleysið Atvinnuleysið var á sjö árum fyrir Víetnam- stríðið yfir 5% og er verst lét 7%. Atvinnumálaráðuneytið reynir að dylja hið raunverulega atvinnuleysi með tölum sínum. Á árinu 1966 taldi atvinnumálaráðuneytið þann- ig auk 3 milljóna viðurkenndra alvinnuleys- ingja, 1,6 miljón manna á vinnualdri, sem „væru utan við raðir vinnuaflsins“, og enn- fremur 2 miljónir verkamanna, sem „ekki hefðu fulla atvinnu af efnahagslegum ástæð- um.“ — Samkvæmt opinberum skýrslum voru 1964 14 milljónir verkamanna at'vinnulausir á ýmsum tímum ársins, þar af 10 milljónir lengur en einn mánuð og 6 milljónir lengur en 3 mánuði. Fyrir æskufólk er þetta sérstaklega erfitt, m. a. s. 1966, þegar atvinna óx vegna Víetnam- stríðsins og margir ungir menn voru kallaðir í herinn, voru 11,7% æskumanna og 14,7% ungra kvenna (16—19 ára) atvinnulaus. Atvinnuleysið hitnar hart á negrunum. Raunverulega voru 15% þeirra atvinnulausir 1966, þó opinberar skýrslur nefndu tölurnar 7,5% fyrir þeldökka og 3,4% fyrir hvíta. Tryggingar Bandaríkin eru langt á eftir í tryggingamál- um. Þegar löndunum er raðað eftir því hve mikinn hluta þjóðartekna þau nota til félags- legra trygginga, þá eru Bandaríkin tuttugustu í röðinni, m. a. s. aftan við fasistaríkið Portú- gal. Hlutfallið í Bandaríkjunum er 6%, en t. d. í Frakklandi 18,9%. í tryggingakerfi Banda- ríkjanna eru ekki til fjölskyldubætur fyrir barnmargar fjölskyldur, aðstoð við verðandi mæður, vísitöluhækkun á aðstoð o. s. frv. Elli- laun eru aðeins 17% af meðallaunum verk- smiðjuverkamanns, — raunverulega lægri en 1940. Sjúkratryggingar hins opinbera eru sér- staklega slæmar. Misrétti Misréttið í launamálum er ægilegt, ekki sízt milli hvítra og þeldökkra. Faglærðir bygginga- menn geta fengið 15 dollara fyrir 3ja stunda vinnu, en ein milljón þeldökkra kvenna verður 78

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.