Réttur


Réttur - 01.04.1968, Side 51

Réttur - 01.04.1968, Side 51
Þegar dómstólar Francos dæma verkamenn, svara þúsundirnar með verkföllum og kröfu- göngum. Meira að segja konungssinnuð blöð eins og ABC viðurkenna að þessar kúgunar- ráðstafanir beri ekki árangur. Santiago Carrillo, aðalritari Kommúnista- flokks Spánar, lýsir í nýútkominni bók sinni, „Ný bardagaaðferð gagnvart vandamálum dagsins“, hvernig Francostjórninni bregst nú bogalistin á öllum sviðum og fær smásaman alla upp á móti sér, einnig innan borgarastétt- arinnar. Meira að segja kaþólskir leiðtogar eins og Ruiz Jimenez, forseti Pax Romanasam- takanna og háttsettur hjá Vatikaninu, taka nú afstöðu gegn fasistunum og úrræði þeirra nálg- ast tillögur kommúnista. Baráttan framundan er vissulega hörð, en sigurinn gegn fasismanum nálgast. INDÓNESÍA Eftir hið ægilega blóðbað, sem herforingja- klíkan í Indónesíu skipulagði í októberbyrjun 1965, er um hálf milljón manna, kvenna og barna var myrt, eru fangelsin í Indónesíu full af æskumönnum, verkamönnum, bændum og öðrum, sem taldir eru til kommúnista. Flest fangelsin eru í Achin, Norður-Súmötru, Mið- og Austur-Jövu og á smærri Sundaeyjum: Balí, Flores og Timor. Engar rannsóknir fara fram. Fangar eru „leystir" úr varðhaldi að næturþeli og finnast látnir í ám nokkru síðar. Á Mið-Jövu er hafð- ur sá háttur á að kasta líkömum myrtra fanga í djúpa pytti eða í Suloána. í Malang var með- limum kennarasambandsins „sleppt“ úr varð- haldi, síðan voru þeir hálshöggnir og líkin breidd meðfram vegunum. í strandhéruðum Austur-Jövu er hafður sá háttur að flytja heila híla af föngum fram að klettum og fleygja þeim þaðan í sjóinn. Þúsundir fjölskyldna fá engar fréttir af sín- um nánustu, sem myrtir eru með ýmsu því móti, er hér er lýst. í fangelsum Djakarta eru fangarnir sveltir, svo að dánartala þar er ægilega há. Læknis- hjálp er engin. Pyntingar eru algengar og í miðaldastíl: Fangarnir eru látnir vera í köldu vatni, píndir til að éta blöð úr marxiskum bókum. Nauðganir kvenfanga eru tíðar. Yfirvöld Indónesíu reyna að dylja hvaða hryllingsmeðferð þarna er beitt. En heimur- inn þarf að fá að vita það. (Heimild: World Marxist Review, grein eftir Sudono, rituð í Djakarta í janúar 1968). W allenberg-ættin Wallenbergararnir eru auðugustu fjármála- jöfrar Svía. Fjármagn þeirra er þre- til fjór- falt á við þann er næstríkastur er þeim. Eign- ir þeirra eru um 1,6 milljarðar sænskra króna. En vald þeirra er enn meira en eignunum sam- svarar. Þeir ráða hinum þekktu fyrirtækjum S K F (kúlulegur), A S E A (raftæki), S A A B (bílar og flugvélar), Scania Vabis, Alfa Laval o. fl. o. fl. Marcus Wallenberg, höfðingi ættarinnar, er í stjórn 60 hlutafélaga. Raunverulega eiga þeir Wallenbergararnir 8 af 10 stærstu einkafyrir- tækjum Svíþjóðar. Alls vinna í öllum fyrir- tækjum þeirra um 300.000 manns, m. ö. orðum eiga um 1 milljón manna atvinnu sína undir þeim. Grundvöllur valds þeirra er Stockholms Enskilda Bank. Með samtengingu banka og at- vinnutækja er gífurlegt áhrifavald komið á fáar hendur einnar ættar. Og þeir auðmenn, sem næstir Wallenbergurunum eru, hafa einn- ig mikið vald í efnahagslífi Svíþjóðar (Bonn- ier, Wehtje, Broström o. fl.). C. H. Hermansson, leiðtogi sænskra komm- únista, hefur í bókum sínum: „Monopol og Storfinans“ og „Koncentration og storföretag“ rannsakað vald sænskra auðmanna. Áke Ostmark hefur í bók sinni „Maktspelet i Sverige“ tekið yfirdrottnun Wallenberg- ættarinnar sérstaklega fyrir. 121

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.