Réttur


Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 20

Réttur - 01.04.1968, Qupperneq 20
finnsku" UNCTAD og „kenningum doktors Prebisch", til þess þannig að reyna að breiða yfir að það er þjónusta þessarra ríkisstjórna við hagsmuni auðhringa sinna, sem eyðilegg-' ur möguleikana til endurbóta á aðstöðu þróun- arlandanna. Samstarf þróunarlandanna og sósíalistísku ríkjanna var hinsvegar „ljósi punkturinn" í ráðstefnunni. I ályktun þeirri, er gerð var 26. marz, kom samstari þeirra bezt í ljós. Þar á- kváðu þessir aðilar að auka viðskipti sín. Sósialistísku löndin ákváðu að gera samninga til margra ára við þróunarlöndin til þess að festa verðlag og auka viðskipti og laga tolla- kerfi sitt þróunarlöndunum í hag, selja þeim vélar og verkfæri gegn lánum er greiðist með vörum viðkomandi lands, aðstoða þau tækni- lega o. s. frv. Neue Ziiricher Zeitung segir að þróunarlönd- in hafi alla ástæðu til þess að álíta þessa á- lyktun þá mikilvægustu, er gerð var á ráð- stefnunni. Þá var og gerð ályktun um aukningu verzl- unar milli „austurs" og „vesturs". Ef það á að veita þróunarlöndunum raun- verulega hjálp, þarf að herða baráttuna gegn auðdrottnum stóriðjulandanna og vekja al- menningsálitið þar til meðvitundar um vald þess til að knýja fram breytingar í þessum efnum. Auðhringimir þurfa að óttast, að bylt- ingarhættan vaxi í þróunarlöndunum og þeim takist ekki að hindra hana með nýjum Viet- nam-stríðum, — nema þeir gerbreyti um stefnu og verði neyddir til raunverulegrar hjálpar við þróunarlöndin: hækki verð á hráefnum þeim, er þau framleiða, — lækki vexti á lánum og lengi lánstíma o. s. frv. Til þess að ná þessum árangri er m. a. nauðsynlegt aukið samstarf þróunarlandanna annarsvegar og ríkja sósíal- ismans, alþjóða verkalýðsins og kommúnista- hreyfingarinnar hinsvegar. Samtímis versna svo öll lánskjör frá auð- valdsríkjunum, vextir hækka, lán minnka o. s. frv. Þróunarlöndin urðu fyrir miklum vonbrigð- um með ráðstefnuna. „Financial Times" orðaði það svo.: „Mikilvægastur einstakra árangra var sá að „menn gera sér ekki lengur þær tál- vonir, er áður höfðu verið skapaðar, um mögu- leika á árangursríkum viðræðum þróaðra og þróunarlanda um að leysa vandamál hinna síðarnefndu." 90

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.