Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 1

Réttur - 01.01.1971, Page 1
littnr 58. árgangur 1971 — 1. hefti Nýtt ár með kosningum og kaupdeilum framundan er gengið í garð. Stjórnarherrarnir hugsa líkt og Lúðvík 15. Frakkakonungur: „Syndaflóðið kemur á eftir okkur.“ Fyrir kosningar segja þeir að þeir, sem við taki, verði að ráða fram úr öngþveitinu. Eftir kosningar munu þeir annaðhvort láta nýja verðbólgu- og gengislækkunar-öldu fleyta sínum brothætta báti áfram í syndaflóðinu, eða grípa til harðstjórnar nýrra gerðardómslaga gegn verka- lýðssamtökunum enn einu sinni. — Hið eina, sem gæti bjargað: að endur- skipuleggja allan atvinnu- og verzlunarrekstur íslendinga af hagsýni með almenningshag einan fyrir augum — það vilja þeir ekki. Heldur hlaða þeir i sífellu ofan á allt það hlass yfirstéttarinnar og ríkisbákns hennar, sem hvílir á herðum alþýðu og er hana að sliga. Svo langt gengur lýðskrumið nú að Morgunblaðið er jafnvel að reyna að telja fólki trú um að ekki verði gripið til gengislækkunar einu sinni enn (sbr. Mbl. 14. febr.). En samtímis er heimt- uð „sterk stjórn" — og það þýðir á íhaldsmáli ríkisstjórn, sem ekki tekur verkalýðinn vetlingatökum. Það er því vissara að reikna með bæði gengis- islækkun og kúgunarlögum, ef alþýða manna tekur ekki sjálf I taumana í kosningunum — eða I kaupbaráttu fyrir kosningar. Það er mikill og barnalegur misskilningur á afstöðu íslenskrar borgarastéttar að halda að hún geti ekki haldið áfram með sífelldar gengislækkanir næstu 25 ár eins og síðustu 25 ár, ef hún bara hefur völd til þess. Hún hefur hag af þeim öfugt við aðrar borgarastéttir Evrópu og þessveqna heldur hún áfram með þær meðan hún má. Og þaðt þýðir: ^ ir^aðpn fólkið þkki rís upp á stjórn- i 305074 - J ! . 4 ISLANDS Í í #jl

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.