Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 25
Daumier: Fyrstu verðlaun fyrir heilbrigði.
kvæð dæmi. Þannig eyða Japanir fjórum
sinnum meiri fjárupphæðum til menntunar
en hernaðar, Kanada tvöfalt meira og önnur
iðnþróuð ríki sem eyða meiru til menntunar
eru: Belgía, Danmörk, Italía, Holland, Nor-
egur, Svíþjóð og Sviss. Ef lögð eru saman
framlög einkaaðila og hins opinbera í Banda-
ríkjunum til menntamála, þá kemur í ljós, að
sú upphæð er minni en 2/3 hlutar fjármagns-
ins sem fer til hernaðar. Þróunarlöndin juku
ekki framlög sín til hermála á tímabilinu
1964—’67 eins mikið og iðnþróuðu ríkin.
Hernaðarútgjöld þróunarlandanna voru um
8 dollarar á mann, en iðnþróuðu ríkjanna um
170 dollarar á mann. En ef tekið er tillit til
hins slæma ástands í þróunarlöndunum þar
sem þjóðartekjurnar á mann eru víða aðeins
186 dollarar, þá er ljóst að þessir 8 dollarar
eru þung byrði, og á sama tíma er aðeins
veitt á hvern nemanda sem svarar 5 dollurum
á mann.
120.000 milljónum dollara var varið til
hermála árið 1962 samkvæmt könnun Sam-
einuðu þjóðanna. Arið 1967 var þessi upp-
hæð áætluð bruttó 182.000 milljónir doll-
ara og er aukningin á þessum árum nær 50%.
25