Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 21

Réttur - 01.01.1971, Page 21
BJÖRN ÞORSTEINSSON OG ÓLAFUR R. EINARSSON: ÖRBIRGÐ EÐA RÉTTLÆTI Hér birtist þriðja og ncest síðasta greinin i þessum greinaflokki um þróunarlöndin. Aður hefur verið fjallað um hið alþjóðlega arðrán nýju nýlendustefnunnar, fólksfjölgun, erlent fjármagn, sþekilekann, fjarstceðu- kenndar fjölskylduácetlanir og hina fölsku mynd af þróunaraðstoðinni. Að þessu sinni mun einkum fjallað um fjáirframlög í heiminum, annars vegar til menntunar, hins vegar til hernaðar. MENNTUNARÁSTAND OG FÓLKSFJÖLGUN Samkvæmt rannsókn, sem UNESCO lét gera í 92 löndum, er ólæsi hlutskipti 800 miljóna manna og hafði ólæsum fjölgað um 60 miljónir á síðasta áratug. A meðan þú lest þessa málsgrein fceðast níu börn í þennan heim, en fimm manns deyja. Rúmlega fimmti hver maður á jörðinni getur þó ekki lesið þessa sömu málsgrein vegna ólæsi. Þrátt fyrir víðtækar ráðstafanir og aðgerðir ríkisstjórna og alþjóðastofnana þá hefur ekki tekizt að draga úr ólæsi miðað við hina öru fólksfjölg- un. Það er því auðsætt, að nauðsynlegt er að grípa til enn víðtækari fræðsluherferða, ef vinna á bug á ólæsinu. Aukin menntun er og forsenda þess að tækniframfarir verði í þró- unarlöndunum og að hægt verði að draga úr hinni öru fólksfjölgun með fræðslu um tak- mörkun barneigna. Fyrrnefnd rannsókn leiddi í ljós, að þjóðir heims hafa aukið fram- lög til menntunar miðað við hlutfallstölu þjóðartekna úr 3,6% árið 1960 í 4,5% árið 1965. En þessi aukning er lítil þegar á það er litið, að þjóðir heims eyða 40% meira til hernaðar, heldur en menntunar. Kennara- og húsnæðisskorturinn eru alvar- legt vandamál, þegar rætt er um baráttuna gegn ólæsi. Þannig var á barnaskólastiginu 30 nemendur á hvern kennara í heiminum árið 1960, en var sjö árum síðar 31 nemandi á hvern kennara. A næsta skólastigi fyrir ofan var ástandið mun verra, þ.e. 16 nemendur á hvern kennara árið 1960, en 19 sjö árum síðar. I mörgum þróunarlöndum eykst tala skólanemenda, en skólarýmið vex ekki að sama skapi. Þannig er það í Afríkuríkinu Malt. Árið 1961 sótm 68.000 börn barna- skóla, en þrem árum síðar hafði talan tvö- faldazt og nemendafjöldinn orðinn 113-000. En fyrrnefnda talan náði aðeins til 10% 21

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.