Réttur - 01.01.1971, Page 40
hlutlausar stofnanir, að þar séu aðeins kennd-
ar vissar staðreyndir, sem síðar reynist grund-
völlur undir sjálfstæða skoðanamyndun. Þó
mynda kennslubækur ákveðna lífskoðun
með mönnum; þar er vandamálum umhverf-
isins vandlega haldið burt, en inn á milli er
laumað svívirðilegum áróðri. Kennsluhættir
allir miðast við tamningu undir þjóðfélags-
hætti; nemendur eru meðhöndlaðir sem
ósjálfstæðar verur, óhæfar til að taka sjálf-
stæðar ákvarðanir; kennarar fara með ein-
ræðisvald í smærri atriðum, en rektorar og
yfirvöld menntamála í hinum stærri.
TENGSL
NEMENDAHREYFINGARINNAR
VIÐ AÐRA BARÁTTUHÓPA
Þessi stutta og yfirborðskennda útskýr-
ing á námsmannahreyfingunni er aðeins for-
máli að því sem átti að vera' meginviðfangs-
efni greinarinnar, tengsl hreyfingarinar við
aðra baráttuhópa.
Andófshreyfingum stúdenta á Vesturlönd-
um hefur ekki tekizt að koma á því banda-
lagi við verkalýðsstéttina sem þær hafa yfir-
Ieitt tekið á stefnuskrá sína. Gagnkvæm tor-
tryggni (m. a. vegna þess borgaralega áróð-
urs, að hér sé um tvær stéttir með andstæða
hagsmuni að ræða) hefur hamlað vinsamleg-
um samskiptum. Sums staðar hafa hóoar
verkamanna stundað það að Iumbra á róttæk-
um stúdentum, en yfirleitt hefur verkalýðs-
forystan verið versti þrándur í götu. Við ætt-
um að geta lært af mistökum hinna. Náms-
mannahreyfingin verður að losa sig við þann
akademíska rembing sem einkennt hefur er-
Iendar námsmannahreyfingar á fyrsta stigi.
Róttækasti hlutinn verður að ná sambandi
við aðra baráttuhópa og hefja umræður. Sú er
trúa mín, að unnt sé að afstýra misskilningi
40
milli nemendahreyfingar og verkalýðshreyf-
ingar og klofningi milli róttækustu náms-
manna og íslenzkra sósíalista. En það krefst
líka heiðarlegra og opinskárra umræðna.
Verði þetta atriði látið dankast, getur fyrr en
varið komið upp það ástand að alger slit yrðu
á milli, báðum aðilum til stórtjóns. Þær þjóð-
félagsbreytingar sem eru markmið beggja
hreyfinganna geta ekki gerzt nema með sam-
stilltu átaki, það getum við lært af næstum-
byltingunni í Frakklandi 1968.
Þegar hefur komið fram t. d. í ályktunum
síðasta stúdentaþings og landsþings mennta-
skólanema sterkur vilji til tafarlauss samstarfs
við verkalýðshreyfinguna og góður skilning-
ur á stöðu námsmanna. Hins vegar hefur
skort svör frá hendi verkalýðshreyfingarinn-
ar, og er brýnt að þetta mál verði þegar tekið
upp innan róttækari arms hennar.
Ekki hefur enn farið fram nein umræða'^
um tengsl hins róttæka hluta námsmanna-
hreyfingarinnar við íslenzka sósíalistahreyf-
ingu, þó að það sé löngu orðið tímabært.
Þar bendir margt til að ekki þurfi til klofn-
ings að koma, og vil ég benda á nokkur
atriði sem hljóta að verða þar þung á met-
unum.
Hreyfing íslenzkra vinstrisósíalista (hvað
sem það orð nú annars markis) hefur starfað
óklofin alla tíð. Klofningur Sósíalistafélags-
ins er þó alvarlegt vandamál, en liggur nokk-
uð utan við það sem hér er til umræðu. Það
sem mikilvægara er, er að hér hafa ekki eins
og í Vesturevrópu verið starfandi alls kyns
fámennir skioulagðir skoðanahópar (trotski-
istar, anarkistar, maóistar o. fl.) sem hafa
haft stefnu og taktík, sem átt hefur greiðan
aðgang að menntamönnum og stúdentum.
Alþýðubandalagið er ungur flokkur og á
margan hátt ómótaður. Hann þarf ekki í
sama mæli og kommúnistaflokkar Vestur-
evrópu að dragnast með gamlan arf og stein-
J