Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 40
hlutlausar stofnanir, að þar séu aðeins kennd- ar vissar staðreyndir, sem síðar reynist grund- völlur undir sjálfstæða skoðanamyndun. Þó mynda kennslubækur ákveðna lífskoðun með mönnum; þar er vandamálum umhverf- isins vandlega haldið burt, en inn á milli er laumað svívirðilegum áróðri. Kennsluhættir allir miðast við tamningu undir þjóðfélags- hætti; nemendur eru meðhöndlaðir sem ósjálfstæðar verur, óhæfar til að taka sjálf- stæðar ákvarðanir; kennarar fara með ein- ræðisvald í smærri atriðum, en rektorar og yfirvöld menntamála í hinum stærri. TENGSL NEMENDAHREYFINGARINNAR VIÐ AÐRA BARÁTTUHÓPA Þessi stutta og yfirborðskennda útskýr- ing á námsmannahreyfingunni er aðeins for- máli að því sem átti að vera' meginviðfangs- efni greinarinnar, tengsl hreyfingarinar við aðra baráttuhópa. Andófshreyfingum stúdenta á Vesturlönd- um hefur ekki tekizt að koma á því banda- lagi við verkalýðsstéttina sem þær hafa yfir- Ieitt tekið á stefnuskrá sína. Gagnkvæm tor- tryggni (m. a. vegna þess borgaralega áróð- urs, að hér sé um tvær stéttir með andstæða hagsmuni að ræða) hefur hamlað vinsamleg- um samskiptum. Sums staðar hafa hóoar verkamanna stundað það að Iumbra á róttæk- um stúdentum, en yfirleitt hefur verkalýðs- forystan verið versti þrándur í götu. Við ætt- um að geta lært af mistökum hinna. Náms- mannahreyfingin verður að losa sig við þann akademíska rembing sem einkennt hefur er- Iendar námsmannahreyfingar á fyrsta stigi. Róttækasti hlutinn verður að ná sambandi við aðra baráttuhópa og hefja umræður. Sú er trúa mín, að unnt sé að afstýra misskilningi 40 milli nemendahreyfingar og verkalýðshreyf- ingar og klofningi milli róttækustu náms- manna og íslenzkra sósíalista. En það krefst líka heiðarlegra og opinskárra umræðna. Verði þetta atriði látið dankast, getur fyrr en varið komið upp það ástand að alger slit yrðu á milli, báðum aðilum til stórtjóns. Þær þjóð- félagsbreytingar sem eru markmið beggja hreyfinganna geta ekki gerzt nema með sam- stilltu átaki, það getum við lært af næstum- byltingunni í Frakklandi 1968. Þegar hefur komið fram t. d. í ályktunum síðasta stúdentaþings og landsþings mennta- skólanema sterkur vilji til tafarlauss samstarfs við verkalýðshreyfinguna og góður skilning- ur á stöðu námsmanna. Hins vegar hefur skort svör frá hendi verkalýðshreyfingarinn- ar, og er brýnt að þetta mál verði þegar tekið upp innan róttækari arms hennar. Ekki hefur enn farið fram nein umræða'^ um tengsl hins róttæka hluta námsmanna- hreyfingarinnar við íslenzka sósíalistahreyf- ingu, þó að það sé löngu orðið tímabært. Þar bendir margt til að ekki þurfi til klofn- ings að koma, og vil ég benda á nokkur atriði sem hljóta að verða þar þung á met- unum. Hreyfing íslenzkra vinstrisósíalista (hvað sem það orð nú annars markis) hefur starfað óklofin alla tíð. Klofningur Sósíalistafélags- ins er þó alvarlegt vandamál, en liggur nokk- uð utan við það sem hér er til umræðu. Það sem mikilvægara er, er að hér hafa ekki eins og í Vesturevrópu verið starfandi alls kyns fámennir skioulagðir skoðanahópar (trotski- istar, anarkistar, maóistar o. fl.) sem hafa haft stefnu og taktík, sem átt hefur greiðan aðgang að menntamönnum og stúdentum. Alþýðubandalagið er ungur flokkur og á margan hátt ómótaður. Hann þarf ekki í sama mæli og kommúnistaflokkar Vestur- evrópu að dragnast með gamlan arf og stein- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.