Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 20
sem oddvitinn hefur raunverulega nokkur
áhrif. Þessi þróun mála er athyglisverð, og
lítill vafi leikur á, að hún haldi áfram.
Eftir því sem sjálf framkvæmd hinna dag-
legu, venjubundnu verkefna stjórnsýslunnar
verður umfangsmeiri, þeim mun meiri horfur
eru á því, að karlmenn hverfi frá störfum inn-
an slíkra stjórna, þar sem vinnan krefst mik-
ils tíma, en fellur ekki eiginlega undir svið
hinnar pólitísku herstjórnarlistar, er ekki sér-
lega vel launuð né heldur hátt metin. Það er
raunar hugsanlegt, að fleiri starfssvið taki
svipaðri þróun í þjóðfélagi nútímans.
Hér bíða kvennanna einmitt margir mögu-
leikar til þess að notfæra sér mannréttindin.
Þær geta séð um daglega framkvæmd hinna
ýmsu verkefna, en þó staðið utan pólitískra
átaka, þurfa ekki að standa í eldlínunni og
eiga ekki á hættu að mæta neinu aðkasti.
Er það ekki einmitt á þann veg sem konur
geta hugsað sér að starfa að opinberum mál-
um? Oneitanlega beinist viðleitni kvenna
einkum að einstökum þáttum vissra umbóta,
en þeim er síður lagið að tengja þær öðrum
verkefnum á stærri mælikvarða og draga upp
heildarlínur.
Heimilisþægindi, bætt þjónusta á sviði fé-
lagsmála og innan skólanna, vöggustofur og
dagheimili, þetta er nokkuð sem þær festa
einlægt hönd á, en það er síður Ijóst, að þetta
eru ekki einangruð vandamál hins daglega
lífs, sem nauðsyn ber til að leysa, heldur er
um að ræða þjóðhagslega nauðsyn. Það er
einkennandi, að þær reyna lítt að knýja ýmsar
kröfur fram með skipulögðum, samstilltum
átökum innan stærra þjóðfélagslegs samheng-
is, því að slíkt samhengi dylst þeim einatt.
En þetta leiðir ekki til valdsins. Þeirrar
leiðar er vandlega gætt. Hver sá, sem hugsar
sér pólitíska framabraut, verður að helga sig
því marki óskiptur. Það er ekki nema í ein-
stökum tilfellum, sem tilheyra hreinum und-
antekningum, að konu er það mögulegt að
hasla! sér völl á stjórnmálasviðinu innan þess
samfélags, sem ekki gerir ráð fyrir neinu slíku
framlagi af hennar hálfu, en beinir henni
fyrst og fremst inn á við.
Þess sjást einnig merki, að á þeim aðstæð-
um séu breytingar í aðsigi. Hin dvínandi
stjórnmálaþátttaka kvenna ber keim af eins
konar óttablöndnu millibilsástandi.
Mesta misréttinu er útrýmt, og konur hafa
áunnið sér flestöll borgaraleg réttindi.
Nú stendur styrrinn um það að láta verkin
tala, og leita réttar síns, en einmitt hér hafa
konurnar látið staðar numið. Réttindasjón-
armið njóta þrátt fyrir allt viðurkenningar
a.m.k. í orði kveðnu, og það er ekki grund-
völlur fyrir uppreisnaraðgerðum fyrri tíma.
Það misrétti, sem nú á dögum viðgengst,
liggur hvergi nærri ljóst fyrir, það er örðugt
að skilgreina, og er ekki altént áþreifanlegt
á yfirborðinu.
I framhaldi af því, sem hér hefur verið
rakið er ekki rétt að draga það undan, að
almennur stjórnmálaáhugi hefur farið dvín-
andi, einnig hvað karlmenn áhrærir a.m.k. í
merkingunni flokkspólitík.
Það má heldur ekki láta sér sjást yfir það,
að tvímælalaust er að vakna viss áhugi einnig
í röðum kvenna á ýmsum þáttum samfélags-
legra verkefna og almennrar stjórnsýslu.
Stjórnmál eru ekki eingöngu meiri háttar
herstjórnarlist, heldur varða þau daglegan
rekstur og framkvæmd mála, og störfin þar
að lútandi verða æ vélrænni og ástríðuminni.
Margar konur, sem hugnast ekki sú
ástríðufulla ákefð, sem iðulega einkennir
stjórnmálastarfsemi, geta vel fellt sig við að
fjalla um ýmis mál á skýrt afmörkuðum svið-
um með ákveðin umbótasinnuð markmið að
leiðarljósi. Þetta viðhorf er einkennandi fyrir
srörf kvenna að opinberum málum og verður
það án efa enn um nokkra hríð.