Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 44
Það er margs að minnast frá missirinu fyrra 1921, hver mánuður frá janúar til júní hafði sína sögu að geyma. KVENNAFUNDUR, KOSNINGAR OG „ÞEIR ÞRJÁTÍU LEIÐTOGAR11 Alþingiskosningar skyldu fram fara i Reykjavík 5. febrúar 1921. Alþýðuflokkurinn hafði B-lista og var Jón Baldvinsson þar efstur, en borgarastéttin var enn klofin, áhrifin frá gömlu flokkaskiptingunni hjálpuðu m.a. til þess auk persónulegra mótsetn- inga. Voru því þrír listar í kjöri auk B-listans. Kosningafundir voru tiðir í janúar, flestir í Bár- unni. Þótt einn flokkur stæði fyrir fundi, þá mættu fulltrúar hinna flokkanna oftast og töluðu. Voru fundir því fjörugir og vel sóttir. Ég minnist sérstaklega vel eins fundar, kvenna- fundar, er boðað var til í því yfirlýsta skyni að afla Alþýðuflokknum brautargengis. Og boðendurnir voru 30 stúdentar við Háskóla islands, en þar voru þá alls um 100 stúdentar. Þessi fundur var haldinn 24. janúar 1921 í Bár- unni eða Bárubúð eins og oft stóð í auglýsingum. Var troðfullt hús og fundurinn ágætur. Þessir stúd- entar komu þar fram til að afla Alþýðuflokknum og sósíalismanum fylgis: Stefán Stefánsson frá Fagra- skógi var fundarstjóri, en ræður fluttu: Jón Thor- oddsen, Sigurður Jónasson, Stefán Pétursson, Bergur Jónsson, Grétar Ó. Fells, Björn O. Björns- son, Stefán Jóhann Stefánsson, Ingólfur Jónsson og Hendrik Ottósson. Auk þessara stúdenta töluðu framþjóðendur B-listans og þeir Þórður Sveinsson, læknir á Kleppi, og Bjarni frá Vogi fyrir D-listann, er kallaður var Dodda-listinn, af því að þar voru þrír Þórðar í kjöri. Ennfremur töluðu tvær forystu- konur verkakvenna Jónína Jónatansdóttir og Kar- ólína Siemsen. Ræðurnar voru róttækar mjög sem ungra stúd- enta var von og vísa og skörpust var ræða Sigurðar Jónassonar gegn auðmönnum í Reykjavík. Nokkur þröng var við austurdyrnar, stóðum við þar nokkrir menntaskólapiltar og stúdentar í hnapp til að gæta dyranna fyrir ásókn utanaðkomandi D-listamanna, en hleyptum Bjarna frá Vogi og fleiri slíkum inn. Var fundurinn allur hinn fjörugasti og eftirminni- legasti. En alveg sérstaklega minnist ég þó þessa fundar vegna þeirrar umsagnar, sem um hann kom í Morg- unblaðinu á eftir undir fyrirsögninni ..Þrjátíu leið- togar". Þá rak ég mig á það í fyrsta sinn hve gífurlega borgarablöðin gátu logið, þegar sósíal- istar áttu í hlut, og rangsnúið öllu eftir sínu höfði. Stórkaupmenn Reykjavíkur höfðu með hótunum knúið Vilhjálm Finsen til að selja sér Morgunblaðið árið áður* og notuðu það siðan sem skóþurrku sína. Þessu afturhaldi leizt ekki á, þegar þriðjung- ur háskólans var orðinn rauður. — Samt voru blöðin ekki hatrömust, ef tii vill kom hatur versta íhaldsins og fyrirlitning i garð alþýðu er dirfðist að reisa sig gegn máttarstólpum þjóðfélagsins, greinilegast fram í söng þeim, sem íhaldsmaður orti eins og fyrir Alþýðuflokkinn og hófst svo: „Fram til orustu B-lista-bræður bolshevikkar og skrælingjaþý". SIGURINN Alþýða Reykjavikur vann frækinn sigur í þessum kosningum. Alþýðuflokkslistinn varð sterkasti list- inn af þessum fjórum með 1795 atkvæðum eða tæpum 32% greiddra atkvæða. Jón Baldvinsson var kosinn fyrsti þingmaðurinn, sem Alþýðuflokkurinn átti beinlinis á sínum vegum. Það var mikil gleði hjá flokksmönnum og fylgj- endum yfir þessum sögulega sigri. Og frásögn Al- þýðublaðsins af honum var svo barnslega há- stemd, — það var ekki aðeins íslenzk alþýða, held- ur áhangendur sósíalismans, jafnaðarstefnunnar, um allan heim, sem myndu fagna, — að Morgun- blaðið reyndi í sárum sínum að hæðast að hinni háfleygu alþjóðahyggju blaðsins. Og sá hluti verkalýðsins, sem þá var brautryðj- endasveitin, togarasjómennirnir, uppskáru skjótt fyrstu ávextina af sigrinum, er Jón Baldvinsson flutti og fékk í gegn á Alþingi fyrstu togaravöku- lögin: lögskipaða sex tíma hvild á sólarhring á togurunum. Ihaldsmenn á Alþingi sögðu um baráttuna fyrir svona máli: „Þetta er erlend farsótt." Jón Þorláks- * Sbr. Endurminningar V. Finsens „Alltaf á heim- leið" 1953, bls. 276—79. Einnig prentað í Rétti 1965, bls. 230. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.