Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 29
Því einginn má vita, hvað orðið er þá af auðsins og guðanna friði, er hundraðið fimmta er sigið i sjá og sól þess er runnin að viði. Þorsteinn Erlingsson: Vestmenn. 4. UNDIR í DJÚPUNUM LOGAR Hjá þeim tveim þri6jungum mannkyns, þar sem Þyltingin hefur enn ekki sigrað, ólgar hinsvegar uppreisnarhreyfing alþýðu i ólíkum myndum. Höf- uðandstæðurnar eru annarsvegar imperialismi auð- mannastétta stóriðjurikjanna og hinsvegar kúguð alþýða þróunarlandanna og verkalýður stóriðju- landa. Vikjum að vandamálum verkalýðs auðvalds- landa siðar, en athugum aðstöðu alþýðu i hinum svokallaða ,,þriðja heimi". Fyrir nokkrum árum hugðist auðvald Bandaríkj- anna hafa Suður-Ameríku á öruggu valdi sínu og hélt sig hafa útrýmt uppreisnaröflunum þar um alllanga framtið, með morðinu á Che Guevara 1967. Nú ólgar byltingarhreyfingin í öllum þessum lönd- um: i Bólivíu hafa námuverkamenn og fleiri brotið róttækri stjórn braut til valda, hve traust sem hún reynist. I Peru hafa þjóðfrelsissinnaðir liðsforingjar tekið völd og hafið þjóðnýtingu ameriskra auð- hringaeigna. I Brasiliu breiðist byltingarhreyfingin út og klerkastéttin, hin forna stoð afturhalds, gerist ótrygg. I Argentinu ólga allsherjarverkföll, sem yfir- stéttinni virðist erfitt að ráða við. Þannig riðar nú yfirdrottnun amerísks auðvalds til falls í næsta ná- grenni þess, þótt enn takist að beygja alþýðuna undir fasistiskt ofbeldi og leppstjórnir erlendra auðjöfra. Hvað ber næsti áratugur 1971—80, í skauti sér i Suður-Ameriku, fyrst sá er leið, sýndi oss bar leiðina frá Kúbu til Chile? I Afriku togast hin ýmsu öfl á um þróunina i Norður- og Mið-Afríku: innlent afturhald stutt af Imperíalismanum annarsvegar og framsækin öfl al- Þýðu hinsvegar, er leitast við að þróa nýfrjálsu Þjóðfélögin i átt til sósíalisma. I portúgölsku ný- lendunum ræður byltingarhreyfingin stórum lands- hlutum. — En í syðsta hluta Afríku, þar sem hvit ógnarstjórn Suður-Afriku ber ægishjálm yfir nálæg- um löndum i krafti stuðnings enskra og ameriskra auðhringa, ólgar það uppreisnarafl í milljónum manna, hinum þeldökka, starfandi meirihluta, sem fyrr eða siðar brýzt út í blóðugri byltingu, ef ekki verður viti komið fyrir hina hvítu yfirstétt að láta undan réttlætiskröfunum meðan timi er enn til. I Asiu þriðja heimsins harðna átökin. Hvorki hin harða kúgun, svo sem í Irak, né eitt ægilegasta blóðbað veraldarsögunnar eins og í Indónesíu, munu til lengdar megna að stöðva framrás alþýðu- hreyfinganna. Meðan and-imperialistiskum öflum í Arabalöndum vex fiskur um hrygg, þrátt fyrir allar innri andstæður, magnast voldugar þjóðfylkingar í öðrum löndum og kunna fyrr en varir að ráða ríkjum, jafnvel í einhverjum fjölmennustu löndum hins þriðja heims: I Ceylon hefur róttæk alþýðu- fylking þegar tekið meirihluta og ríkisstjórn hennar hafið viðtæka þjóðnýtingu. I Pakistan eru likindi til þess að róttæk alþýðufylking nái úrslitaáhrifum, hefur þegar meirihluta í kosningum. Og i sjálfu Indlandi forðum hatramasta vígi hindurvitna og fursta gengu nú 300 miljónir manna til kosninga og veittu róttækum Kongressflokki sigur til að gera vissar sósialistískar ráðstafanir. Þessi hundruð miljóna örsnauðs alþýðufólks hins þriðja heims, sem nú koma inn á svið sögunnar í krafti byltingarhreyfinganna, hafa ,,engu að tapa 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.