Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 50

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 50
„MANNFÉLAGSINS HRAKMENNI“ En þessi smámynd af rauða misserinu, janúar til júní 1921, væri ófullnægjandi, ef ekki væri dregin upp ein mynd af viðbrögðum ofstækisfullra ihalds- manna við þeim boðskap, er þá var fluttur. Snæbjörn Jónsson, síðar bóksali, hafði skrifað nokkrar greinar um þjóðfélagsmál í róttækum anda og á árinu 1920 birtist eftir hann í „Eimreiðinni" grein, er nefndist „Bolsjevismi eða Lýðstjórnar- hreyfingin í Rússlandi". Grein þessi var 24 síður, mjög hóflega og vinsamlega skrifuð til skýringar þessari mjög svo rangfærðu stefnu. Var þar stuðst við ensk blöð og tímarit svo sem Daily Herald og New Statesman og ýmsa merka menn, er austur höfðu komið svo sem Arthur Ransome, fréttaritara Daily News, Albert Rhys Williams, Dr. John Rick- mann, er ferðaðist um Rússland með kvekaranefnd og reit mjög um stórvirki bolsévíka i menntamálum, og fleiri mæta menn. En svo brá við að stórkaupmaður einn í Reykja- vik, Páll Stefánsson frá Þverá, sem fékk Eimreiðina senda, endursendi tímaritið með bréfi og kvaðst ekki lesa það, af því þar væri „slík svívirðing, sem ég tel grein þá um Bolsivismann, sem einhver úr flokki mannfélagsins hrakmenna og kallar sig Snæbjörn Jónsson hefir látið hana flytja." Snæbjörn höfðaði mál út af ummælum þessum og 8. júní 1921 skýrir Alþýðublaðið frá dómi Hæsta- réttar þar sem ummæli Páls eru dæmd dauð og ómerk og Páll sektaður um 50 kr. I dómsorðinu stendur svo þessi klausa um stefnu bolsévismans: „án þess að nokkur dómur sé lagður á gildi stefn- unnar yfirleitt, verður að telja það með öllu ósann- að, að þeir sem fylgja henni að málum, megi allir teljast hrakmenni eða úr fiokki þeirra, en um stefn- anda sérstaklega hefir engin tilraun verið gerð til að sanna það." — Þannig lyktaði fyrstu árás of- stækismanna gegn bolsévisma á Islandi i orði, en þeir áttu eftir að ná sér niðri í verki um haustið, I hvita striðinu, Ölafsmálinu svonefnda. LOKAORÐ Þetta rauða misseri, janúar—júní 1921, misseri kosningasigurs og togaravökulega, vakningar og fjöldahreyfingar, var hið síðasta áður en alvarlegs klofnings fór að gæta í Alþýðuflokknum.* Um haustið varð slagurinn út af rússneska drengnum, 50 og settu þá hægri foringjarnir Ólaf Friðriksson frá ritstjórn Alþýðublaðsins, og sumarið 1922 klofnaði Jafnaðarmannafélagið, er hægri menn gengu út vegna sendingar fulltrúa á þing Alþjóðasambands kommúnista og stofnuðu sitt eigið félag. En bæði félögin voru áfram I Alþýðuflokknum. Það var eðli- legt að þessir tveir armar, er þarna voru að mynd- ast, hefðu hvor sin samtök, — svo mikill var á- greiningurinn að slíkt var eðlilegt, — en það var um leið verklýðshreyfingunni nauðsyn að bæði samtökin héldust innan hennar vébanda, slíkt var nauðsyn stéttarinnar I baráttu hennar. Hvað þau heildarsamtök hétu á hverjum tíma, — Alþýðusam- band Islands, samfylking verkalýðsins eða annað, — það var ekki aðalatriði. En það var einkennandi fyrir það hvor armurinn hafði tilfinninguna fyrir nauðsyn heildarinnar, að það var venjulega hægri armurinn, sem í ofstæki sínu rak hina, en vinstri armurinn ,sem i ábyrgðartilfinningu sinni lagði til að heildarhreyfingin héldist ein og heil, þótt sjálf- stæð samtök væru innan hennar og gagnrýni leyfð. (Sbr. Rétt 1970, bls. 172—173). Fimmtíu ár eru liðin síðan sameinaður, sósíalist- iskur verklýðsflokkur vann mikinn kosningasigur i Reykjavík, náði 32% atkvæða þar. Hvorugur verk- lýðsflokkurinn hefur nokkru sinni síðan náð þessari hlutfallstölu þar, hvor i sínu lagi. Alþýðuflokkurinn komizt hæst, er hann var með mjög róttæka stefnu- skrá gegn ihaldinu 1934 i 31,4%, en Sósíalista- flokkurinn 1942 (haustkosn.) I 30,2%. En saman- lagt hafa þeir orðið hæstir, er þeir voru saman I nýsköpunarstjórninni og gengu til baráttu gegn her- stöðvum á Islandi 1946, er þeir fengu 47%, þ. e. Sósíalistaflokkurinn 28,4% og Alþýðuflokkurinn 18.6%. Nú við síðustu bæjarstjórnarkosningar voru hlutfallstölurnar: Alþýðubandalagið 16,3% og Al- þýðuflokkurinn 10,4%. („Hannibalistar" höfðu ca. 7%). Verklýðshreyfingin á enn eftir að læra mikið á pólitíska sviðinu. * Það var einskonar forboði þess ágreinings, sem gerðist á 19. fundi Jafnaðarmannafélagslns 22. mai 1921 og Jón Thoroddsen.ritarinn, bókaði svo. „Þá vakti H. Ottósson máls á þvi að senda árs- þingi 3. Internationale samúðarskeyti og var þá mörgum málsþörf. Mátti þar heyra margar ræður og langar með og móti, en að lokum var till. H. samþ. með 17:9 atkv." i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.