Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 15

Réttur - 01.01.1971, Page 15
Siðasti bardagi kommúnarðanna. jafnt I opinberri stjórn sem í dómstólum og skólum, og máttu hlutaðeigandi ógilda kjörið hvenær sem þeim þætti tilefni til. Verkamannalaun skyldu koma fyrir öll störf, „æðri sem lægri". Annaðhvort fyrirskipaði Kommúnan „umbætur, sem hin lýðveldissinnaða borgarastétt hafði van- rækt í bleyðiskap sínum, en voru ómissandi grund- völlur að frjálsum athöfnum verkalýðsstéttarinnar, t d. framkvæmd þess ákvæðis að gagnvart ríkinu væru trúarbrögð einkamál; ellegar hún gaf út til- skipanir, sem voru beinlínis i þágu verkalýðsstétt- arinnar og mörkuðu sumpart djúp spor í hið gamla þjóðskipulag."1) Barátta kommúnarðanna fyrir frelsun vinnunnar ’) F. Engels og K. Marx: Op. cit. bls. 228. og félagslegu jafnrétti vakti hatur og skelfingu rik- isstjórnar Thiers, sem sat í umboði stórborgara og stórbænda. Haturshugurinn lýsti sér í grimmilegu framferði Versalahersins, bæði áður og þó sérstak- lega eftir að honum tókst að brjótast inn fyrir borg- armúra Parísar, en það gerðist 21. maí. I vikunni þar á eftir, „blóðugu vikunni", þrengdist hringur- inn stöðugt um kommúnarðana, unz síðasta vigi þeirra, Belleville, féll sunnudaginn 28. maí. Þungur hrammur hinnar borgaralegu bælingar lagðist yfir borgina. Áður en bardögum lauk, sagði Thiers hlakkandi: „Jörðin er alþakin líkum þeirra (komm- únarðanna). Þessi skelfilega sýn verður þeim þörf lexía". En þrátt fyrir unninn sigur, þótti borgara- stéttinni ekki nóg að gert. Eitt helzta málgagn hennar, Le Figaro, gaf eftirfarandi hollráð í júní- byrjun: „Herra Thiers á þýðingarmikið verk óunnið: 15

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.