Réttur


Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 45

Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 45
Eirikur Helgason. Ólafur Friðriksson. Jón Baldvinsson. son sá ekki „ástæðu til að greiða þessu frumvarpi atkvæði til 2. umræðu," — en það þykir kurteisi á þingi að lofa máli að fara í nefnd, ef menn eru ekki ákaflega andvígir því. Ihaldið hampaði á Alþingi þeirri „röksemd" að slikt frumvarp sem þetta væri „ekki runnið undan i'ifjum íslenzkra sjómanna," svona hugmynd væri ..ekki sprottin upp úr íslenzkum jarðvegi." Jón Baldvinsson svaraði þeim í ræðu, sem birtist í Alþýðublaðinu 9. mai og oftar og minnti m.a. á, að sjómenn hefðu 1917 með samþykktum í stéttar- félögum sinum falið „þingmanni Alþýðuflokksins, Jörundi Brynjólfssyni" að flytja vökulagafrumvarp fyrir sig. Sjómannafélag Reykjavíkur hafði og rætt mál þetta mikið þá um veturinn og undirbúið flutn- ing þess á Alþingi. 11. mai 1921 voru vökulögin samþykkt með 14 atkvæðum gegn 11 og kvað við lófatak á þing- Palli, þar sem sjómenn höfðu fjölmennt. 12. maí kom — sem alger undantekning — stór fyrirsögn um sigurinn í Alþýðublaðinu með yfirskriftinni: ..Réttlætið sigrar“. Togaraútgerðarmenn töldu að nú færi öll togara- utgerð á hausinn, hún þyldi það ekki að sjómenn Piættu sofa sex tima á sólarhring. Karl Marx myndi hafa sagt að nu hefði „pólitisk hagfræði verkalýðsins unnið sigur á pólitiskri hag- fræði auðmagnsins".* — En íslenzkir togarasjó- menn þá minntust oft Jóns Baldvinssonar, er þeir gengu til lögskipaðrar hvildar frá ella linnulausum þrældómi. JAFNAÐARMANNAFÉLAGIÐ Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur, lengst af kallað Jafnaðarmannafélagið, var hinn sósíalistiski kjarni Alþýðuflokksins. Það var stofnað 17. marz 1917 i Báruhúsinu, en mun hafa verið undirbúið á Vest- urgötu 29, heimili Ottós Þorlákssonar, en þar var mikil miðstöð hreyfingarinnar. Var Ottó fundarstjóri en Jón Baldvinsson ritari. Fyrsti formaður þessa frumfélags sósíalista I Reykjavík var Eirikur Helga- son, síðar prófastur i Bjarnarnesi. Ekki er tala stofnenda nefnd, en á næstu fundum gengu ýmsir inn, sem áður höfðu komið við sögu sósíalismans á Islandi eða áttu eftir að gera það, svo sem Stein- * Sbr. orð Marx í ávarpi fyrsta Alþjóðasambands verkamanna, rituð í október 1864 i tilefni af löggjöf um að banna að börn vinni lengur en 10 tíma í dag. 45

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.