Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 16

Réttur - 01.01.1971, Page 16
að hreinsa París. . . . Aldrei mun gefast slikt tækifæri til að lækna París af þeirri siðferðilegu upplausn, sem hefur tært hana í tuttugu ár ... Parísarbúar verða að sæta herlögum, hversu harð- neskjuleg sem þau kunna að þykja. Nú væri óðs manns æði að sýna mildi . . . Hvað er lýðveldis- sinni? Villidýr. . . . Heiðvirðir borgarar: Réttið hjálp- arhönd til að vinna megi bug á óværu lýðræðis og félagshyggju". Þessum ráðum var dyggilega hlítt. Ekki er vitað með vissu um fjölda fórnarlamba: ætla má 17 000 sem lágmark, en 30 000 sem hámark. Manntjónið var þvi meira sem Versalaherstjórnin fyrirskipaði, að fremur skyldi vega kommúnarða en taka þá til fanga. Slátruninni var fylgt eftir næstu mánuði og ár með útlegðar-, fangelsis- og nauðungarvinnu- dómum. Árið 1875 höfðu 13.440 slíkir dómar verið kveðnir upp. Með „hreingerningu" sinni tókst hr. Thiers og liðssveitum hans að losa sig við ýmsa ágætustu baráttumenn franskrar verkalýðshreyfingar. En þeim varð ekki að þeirri ætlun sinni að útrýma „óværu lýðræðis og félagshyggju". Til sanninda- merkis má hafa hina voldugu alþýðuhreyfingu, sem reis í París og Frakklandi öllu í maímánuði 1968. Þótt sú hreyfing sprytti að vísu upp úr öðrum jarð- vegi en Kommúnan 1871, vakti hún svipuð hræðslu- viðbrögð hjá handhöfum hins efnahagslega og opinbera valds. Það var ekki um að villast, að vofa Kommúnunnar var á kreiki. Og má ekki ætla, að langur tími líði áður en hún fær ástæðu til að leita hvíldar í gröf sinni? O Mannamyndir og -nöfn Louis Eugene Varlin (1839—71) franskur bylt- ingamaður, einn af stofnendum fyrsta alþjóðasam- bandsins. Bókbindari að iðn og forustumaður í verklýðsfélögum og stéttabaráttu, stjórnaði m.a. bókbindaraverkfalli því 1864, ccm lauk með þeim sigri, er knúði fram 10 tíma vinnudag í stað 12—14 tíma áður. Frá 1869 i stjórn alþjóðasam- bandsins. Kynntist þá Marx. Forustumaður I Komm- únunni. Eftir dauða Delescluze var hann yfirfor- ingi i varnarbaráttu kommúnarðanna, barðist til hins síðasta. Tekinn af lífi án dóms og laga 28. maí 1871. Edouard Marie Vaillant (1840—1915) franskur sósíalisti, verkfræðingur að iðn. Varð snemma vinur Blanquis og áhangandi. Forustumaður í upplýs- ingastarfi Kommúnunnar. Komst til London eftir ósigurinn, kynntist Marx, var um tima í stjórn al- þjóðasambandsins. Varð þingmaður í Frakklandi eftir sakaruppgjöf 1880 og tók ætið þátt í baráttu sósialista. Francois Jourde (1843—93) var fjármálaráðherra Kommúnunnar, tilheyrði hægra armi proudhonlsta og var á móti þjóðnýtingu Frakklandsbanka. Dæmd- ur til þrælkunarvinnu i Nýju-Kaledonia. Sakarupp- gjöf 1877 og sneri þá heim. Leo Frankel (1844—96) franskur sósíalisti, fædd- ur I Búdapest, sonur læknis. Var gullsmiður að iðn. Þátttakandi í alþjóðasambandinu. Gat sér frægð fyrir frammúrskarandi mælsku og þekkingu í málsvörn 1870, er hann var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Barðist með Garibalda í þjóðvarð- liðinu. Forustumaður í stjórn Kommúnunnar, rit- stjóri blaðs hennar „Journal Officiel". Særður í götuvígunum 25. maí. Komst til London, þaðan til Ungverjalands. Franska stjórnin heimtaði hann framseldan. Tók þátt í ungversku, þýzku og frönsku verklýðshreyfingunni og var á alþjóðaþingum II. Internationale 1889, 1891 og 1893. Dó I París 1896. Vailliant og Longuet töluðu við gröf hans. Myndir og nöfn einstaklinga eru hér valin af handahófi úr þeim fjölda ágætra foringja og nafn- lausra hetja, er gerðu Parísarkommúnuna ódauð- lega. 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.