Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 24
ríkja í rómönsku Ameríku eru 6 dollarar á
mann eða 35 dollarar á námsmann.
Einn erfiðleikinn í menntunarsókn þróun-
arlandanna er vanmat á gildi menntunar fyrir
stúlkur, en þó hefur hlutur þeirra vaxið.
Þannig hefur t.d. hlutur kvenna í skólanámi
í Afríku aukizt. Arið 1960—61 voru þær
35% nemenda en árið 1966—67 var hlut-
fallstalan komin upp í 38% og í Asíu úr
37% í 38%. Hið forna spakmæli Napó-
leons, sem hann mælti við opnun kvenna-
skóla árið 1807, að skólinn ætti að útskrifa
„konur sem tryðu, en hugsuðu ekki" virðist
vera á undanhaldi. Frá 1961 til 1957 fjölgaði
konum á öllum þrem skólafræðslustigunum
úr 140 miljónum í 180 milj. eði um 33%
í heiminum.
Þegar á heildina er litið sést vel hve skólii-
starfið í heiminum er umfangsmikið. Skóla-
árið 1960—61 er áætlað að 324 miljónir
manna hafi stundað nám við skóla allt frá
barnaskólum til æðri menntastofnana, en þá
er ekki meðtalið Kína, Norður-Kórea og
Norður Vietnam, þar eð Sameinuðu þjóðirn-
ar hafa ekki upplýsingar þaðan. Sex árum
síðar skólaárið 1966—’67 var þessi tala kom-
in upp í 428 milljónir eða aukning um 104
milljónir þ. e. um 32% á sex árum. Þetta er
árleg aukning um 4,8%, en á sama tíma
fjölgar mannkyninu um 1,9% árlega. Kenn-
arar voru taldir vera 17 milljónir árið 1967
eða árleg fjölgun um 3,9% árlega þessi
sex ár og nægir það ekki til að mæta fjölgun
nemenda.
FJÁRAUSTUR TIL HERNAÐAR
Þegar dregin hefur verið upp mynd af
menntunarástandinu í heiminum og tilraun-
um þeim sem gerðar eru til að draga úr
24
menntunarskortinum, þá er ekki úr vegi að
kanna, hvaða sess menntunin skipar miðað
við fjárveitingar valdhafa til annarra þátta
þjóðlífsins. Þá er og rétt að hafa í huga þá
viðurkenndu staðreynd, að menntunin er lyk-
illinn að lausn vandamála eins og fólksfjölg-
unarvandanum, matvælaskortinum, slæms
heilbrigðisástands o. fl. Aðeins með aukinni
menntun er hægt að vinna bug á þeim erfið-
leikum sem mannkynið stendur frammi fyrir,
og hefja sókn til betri lífskjara, iðnþróunar
og heilbrigðs lífs. En hvernig er unnið að
þessu: Hér fara á eftir nokkrar tölfræðilegar
staðreyndir byggðar á rannsóknum UNESCO
Menningar- 03 vísindastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, WHO alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar og skýrslum U:S: Arms Con-
trol and Disarmament Agency, sem unnin var
í samvinnu við Bandaríkjastjórn um eyðslu
heimsins til hernaðar árið 196"—’67.
Stjórnvöld 120 ríkja í heiminum eyða
40% meira fjármagni til hernaðar, en al-
mennrar skólafræðslu eða 159-000 milljón-
um dollara á fjárlögum til hernaðar, en
111.000 milljónum dollara til menntunar á
því herrans ári 1966—’67. Arlegur kostnað-
ur á hvern hermann í heiminum er 7.800
dollarar, en á hvern nemanda á fræðslustig-
inu um 100 dollarar að meðaltali. Þróuðu
iðnaðarríkin eyða mun meiru til menntunar
af þjóðartekjunum eða 5%, heldur en þró-
unarlöndin sem eyða aðeins 3% þjóðartekn-
anna til menntunar. Þróunarlöndin veittu til
menntunar sem svarar 5 dollurum á mann en
ríku þióðirnar um 100 dollurum á hvern
íbúa. A árunum 1965 til 1967 jukust fjár-
veitingar til hernaðar um 44.000 milljónir
dollara og var hlutur risaveldanna tveggja
þar af um 75%. En þróunarlöndin eyddu
árið 1967 tvöfalt meiri fjárupphæðum til
hernaðar en þau veittu viðtöku sem efna-
hagsaðstoð erlendis frá. Þó fyrirfinnast já-
J