Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 49

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 49
sósíalistisku skáldanna. Engin rit hvort stór né smá höfðu enn verið þýdd eftir Marx eða Engels. Einu bækurnar, sem ritaðar voru frá sósíalistisku sjón- armiði og þýddar höfðu verið á islenzku voru „Þjóðmennlngarsaga Norðurálfu" eftir danska sósí- alistann Gustav Bang, þar sem lokakaflinn var um sósialismann og svo skáldsögur eftir Upton Sinclair og Jack London. Þá var það að einn af ungu stúdentunum frá 1920, Stefán Pétursson, 22 ára, tók sig til og skrif- aði bók, „Byltingin í Rússlandi", þar sem gerð var á 150 blaðsíðum ágæt grein, eftir þvi sem aðstæður voru þá til, fyrir byltingunni, aðdraganda hennar, þarmeð m. a. aðalefni Kommúnistaávarps Marx og Engels, svo og helztu forustumönnum byltingarinn- ar og boðskap þeirra. Þetta var fyrsta bókin um bolsévismann, sósíalismann i þáverandi byltingar- formi, sem út kom á Islandi og varð hreyfingunni mikill fengur að því. Það var í mai 1921 að bókin kom út. „Nokkrir menn í Reykjavík" voru útgefendur. Það var auð- vitað ekki um neitt venjulegt útgáfufélag að ræða til að gefa út slíka bók. „Nokkrir menn", það voru stúdentar eins og Sigurður Jónasson, Stefán Jó- hann, Jón Thoroddsen og fleiri, sem slógu víxil i Landsbankanum, ég held 1000 krónur, til þess að borga prentkostnað og svo var að reyna að selja bókina. Trú mín er sú að Sigurður Jónasson hafi orðið að sjá um drjúgt af þeim vixli, en bókin komst út og það var aðalatriðið. Ég man að þegar ég varð stúdent í júní og fór norður á Akureyri, heim til mín, þá hafði ég með i kút eins mikið af „Byltingunni" og i komst. Þeir spurðu mig hafnarverkamennirnir á Akureyri, sem ég vann þá með á sumrin, hvort það væri áfengi i kútnum og kvað ég það vera mjög áfengt sem í honum væri, þótt ekki væri það fljótandi. Lokaorð „Byltingarinnar i Rússlandi" voru tákn- ræn fyrir þann eldmóð, er fylti þrjóst hinna ungu baráttumanna þá. Þau hljóðuðu svo: „Engum blandast hugur um, að Bolshevismanum vex geysilega fylgi i flestöllum menningarlöndum, þrátt fyrir alla mótspyrnu. Og það virðist svo, að sá tími sé óðum að nálgast, að upp úr logi milli hans og auðvaldsins. En hörð og löng verður sú barátta, og margir viðburðir og merkilegir hljóta að gjörast, áður en kommúnistunum — herskörum nýja tímans, tekst til fulls að yfirstíga auðvaldið og allar þess vítisvélar. Dýrkeyptur getur sigurinn orð- ið. Þó verður það ekki til þess að aftra þeim, því að það er bjargföst sannfæring þeirra, að ávextir sig- ursins verði öllu mannkyni hinir blessunarrikustu. Þeir berjast fyrir háleitri hugsjón, sem fyllir þá guðmóði. Framtíðartakmarkið er, eins og Bucharin segir ,,að gjöra enda á allan þrældóm og alla kúgun, sem til er á jörðunni"." 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.