Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 36
Hina sósíalistisku hreyfingu i heiminum, — og sérstaklega hinn kommúnistiska aðalhluta hennar, — hefur ekki skort hetjumóð og tryggð i barátt- unni, né heldur — þar sem hún drottnar — vald og aga. En hana hefur oft skort umburðarlyndl, þá viðsýni og hófsemi sem hún átti á sinu bezta skeiði. — Og þótt lióst sé að vald sósialismans er það eina, sem andstæðingurinn virðist skilja, þá verður nú umburðarlyndið gagnvart samherjum að verða miklu rikari þáttur í alþjóðahreyfingunni en verið hefur. Nú er þörf viðfeðmari þjóðfylkingar allra fram- sækinna afla i veröldinni en nokkru sinni fyrr, til þess að einangra það vélræna villidýr imperíalism- ans sem Bandaríkin og harðvítugustu fylgifiskar þeirra nú eru —og það villidýr er vissulega enginn pappírsdreki, því fá Vietnamar að finna fyrir, — heldur vélskrimsli, sem ógnar allri heimsbyggðinni. Það er enn brýnni þörf nú á slíkri þjóðfylkingu en var á móti fasisma Hitlers-Þýzkalands á sínum tíma — og var hún vissulega nógu brýn. Hitler hafði þó ekki atómsprengjur og mátt til að drepa allt mannkynið. Slík þjóðfylking þarf að ná allt frá borgaralegum lýðræðissinnum, þjóðfrelsissinnum og sósíaldemó- krötum yfir til kommúnista af hinum ýmsu sauða- húsum, hvort sem þeir kunna að kenna sig við Lenin, Trotskí, Stalín eða Maó, eða láta sér nægja Marx og Engels. Til þess að koma svo breiðri þjóðfylkingu á þarf umburðarlyndi, virðingu fyrir skoðunum annarra, — sérstaklega annarra sósialista, því þar gætir of- stækisins venjulega mest. Menn verða að leggja niður þann Ijóta vana að brennimerkja hvern þann sósíalista, sem er á annarri skoðun en sjálfur mað- ur, sem óalandi og óferjandi. Og til allrar hamingju er skilningur á nauðsyn þess stórum vaxandi, svo sem afstaða kommúnistaflokkanna á Italíu, Júgó- slavíu og Rúmeníu sýna. Mikil ábyrgð I þessum efnum hvílir á herðum þess afls, sem er mesta valdið I sjálfri heims- byltingu sósíalisma og þjóðfrelsis og ætti því, ef allt væri með felldu, að vera forustuaðilinn í slikri þjóðfylkingu .Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Eins og Sovétríkin eru það vald, sem tryggir nú tilveru sósialismans I heiminum, eins er það mis- beiting þessa valds, sem fyrst og fremst hindrar stórkostlega fylgisaukningu sósíalismans í Vestur- Evrópu. Eða halda menn að það auðveldi sósíalist- um í Vestur-Evrópu að vinna meirihluta til að koma 36 á hjá sér sósíalisma, ef kommúnistar Sovétríkjanna boða þá kenningu að „sósíalistisku fullveldi" fylgi réttur Sovétríkjanna til þess að hernema slík ríki, ef sósíalisma þar sé hætta búin að áliti sovétstjórn- arinnar? Ef valdaflokkar sósíalistísku rikjanna ætla að reyna að hafa forustu um þá þjóðfylkingu, er mynda þarf, þá verða þeir ekki aðeins að sýna og vera vald sósíalismans, heldur og að sanna hjá sér í vaxandi mæli það frelsi, sem sósíalismanum er eiginlegt. Þá fyrst fengi forusta þeirra það að- dráttarafl, sem nægði. En án slíkrar breytingar á stefnu, yrði forusta um þjóðfylkingu að koma frá flokkum utan þeirra, þótt óraunsætt sé að gera sér ekki Ijóst að þessi riki eru valdabakhjallurinn, sem þjóðfylkingin yrði að byggja á. En þá ris sú hætta að slík samfylking sem nauðsynleg er, kæmist ekki á. Með öðrum orðum: að stöðnuð stefna I vissum sósíalistískum ríkjum yrði þröskuldur á vegi þess að sú víðtæka heimssamfylking gegn imperíalisma Bandaríkjanna myndaðist, sem nú er lífsnauðsyn. Það er mikið I húfi og gott að minnast góðra ráða og gagnrýni. Hvað halda menn að sá Lenín, sem síðast allra orða varaði flokk sinn við að lenda I „imperíal- istískri afstöðu" til smærri þjóða, sá Lenín, er gerði „frelsi til umræðna" I flokknum að forsendu fyrir „einingu I framkvæmd" og gagnrýndi Stalín og fleiri fyrir „stórrússneskan þjóðrembing" I afstöðu til Georgíumanna, segði um þá pólitík, sem rekin var með innrásinni I Tékkóslóvakiu og barði niður þá frelsisþróun, sem sósialisminn þurfti að sýna að væri honum eiginleg? Ætli hann hefði ekki sagt að með slíkum öfgum væru kommúnistar sjálfir að hindra sigur sósíalismans I Vestur-Evrópu. Það er liklegt að vald og efnahagsáhrif hinna sósíalistísku rikja eins og þau nú eru, með þeirra kostum og göllum, verði hinn mikli segull gagnvart mörgum löndum þriðja heimsins, þar sem sjálf- stæðisbaráttan gegn imperíalismanum og efnahags- baráttan fyrir hinu daglega brauði verða höfuð- atriðin, en hin almennu lýðréttindi ekki eins mikil- væg til að byrja með. En i þeim löndum Vestur- Evrópu, þar sem vissir stórsigrar hafa unnizt I þjóð- ernislegri sjálfstæðisbaráttu, — einnig miklir sigrar I efnahagslegu lífskjarabaráttunni, —- þar hefur ein- mitt sjálf sósíalistíska verklýðshreyfingin barizt fyrir og knúið fram — i baráttu við borgaralegt aft- urhald og fasisma — frelsisréttindi (málfrelsi, prent- frelsi o. fl.), sem hún er ákveðin I að varðveita J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.