Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 14
Maðurinn sem hlær (Thiers). Parísarkommúnan kjörin og stofnun hennar kunn- gerð þann 28. marz."1) Miðnefnd þjóðvarðliðsins fékk Kommúnunni völdin í hendur. Fyrsta tilkynning hinnar síðarnefndu hljóðaði svo (sbr. meðfylgjandi eftirprentun á frummálinu): Borgarar! Kommúna ykkar hefur verið stofnuð. Kosningarnar 26. marz helguðu hina sigursælu byltingu. Yfirgangssamir og heigulir valdhafar höfðu læst greipum sínum um ykkur: í lögmætri vörn hafið þið rekið út fyrir borgarmúra þá ríkisstjórn, sem hugðist óvirða ykkur með því að setja konung til höfuðs ykkur. Nú svara glæpamennirnir, sem þið hafið ekki einu sinni viljað draga fyrir dóm, veglyndi ykkar með þvi að reisa vigi konungssamsæris úti fyrir f) F. Engels og K. Marx: Op. cit., bls. 227. 14 hliðum borgarinnar. Þeir tala leynt og Ijóst um borgarastyrjöld; þeir beita alls kyns brögðum til spillingar; þeir taka við sökunautum af hvaða tagi sem er; og þeir hafa jafnvel ekki kinokað sér við að leita stuðnings útlendinga. Þessum viðbjóðslegu undirferlum skjótum við undir dóm Frakklands og alls heimsins. Borgarar. Þið hafið nú komið á fót stofnunum, sem munu standa af sér hinar hörðustu hriðir. Þið eruð herrar eigin örlaga. Með tilstyrk ykkar mun fulltrúasamkunda sú, er þið hafið stofnað tii, bæta fyrir ógæfuna sem hinir rislágu valdhafar hafa orsakað: þar sem iðnaðurinn hefur verið i hættu, atvinnulíf slitrótt og viðskipti i lamasessi, verður nú ötullega unnið að eflingu þeirra. I dag verður úrskurðað um húsaleiguna, svo sem vænzt hefur verið. Á morgun verður kveðið á um skuldafrest.1) Allri opinberri þjónustu verður komið aftur á, í einfaldara formi. Þjóðvarðliðið verður tafarlaust endurskipulagt og héðan í frá verður það eina herlið borgarinnar. Þessar verða fyrstu aðgerðir okkar. Þeir, sem alþýðan hefur kjörið, beiðast þess eins af henni, til þess að tryggja sigur lýðveldisins, að hún styðji þá með trausti sinu. Hvað þeim sjálfum viðvíkur, munu þeir gera skyldu sínu. Ráðhúsinu í París, 29. marz 1871. Parísarkommúnan. Flestar tilskipanir Kommúnunnar báru vott um stéttareðli hreyfingarinnar. „Við megum ekki gleyma því“, sagði Frankel, einn af foringjum henn- ar, ,,að byltingin 18. marz var framkvæmd af verka- lýðsstéttinni. Ef við gerum ekkert fyrir þessa stétt, sé ég ekki hver er tilveruréttur Kommúnunnar". Til marks um þetta má nefna tilskipanir um aðskilnað ríkis og kirkju; um stofnun samvinnufélaga verka- manna til að reka verksmiðjur, sem iðnrekendur höfðu stöðvað; um afnám næturvinnu bakara. Enn- fremur var ákveðið ,að kjósa skyldi í allar stöður, J) Þessar ákvarðanir þóttu sérstaklega brýnar til þess að lina þrengingar fátæklinga af völdum lang- varandi umsáturs og atvinnuleysis, sem af því leiddi. Þannig voru allar húsaleiguskuldir gefnar eftir frá október 1870 fram í apríl 1871. (Þýð.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.