Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 23

Réttur - 01.01.1971, Page 23
ríki ráð fyrir, að það taki 20 ár að koma á almennri skólafræðslu. Rétt er í því sambandi að minnast þess að það tók Evrópu heila öld að koma á almennri skólafræðslu, en aftur á móti hafa t.d. Japan, Sovétríkin o. fl. náð því marki á mun skemmri tíma. I dag eru til mun fleiri verksmiðjur, en skólar í mörgum þróuðu ríkjanna, en þróunarlöndin keppast við að opna skóla, sem að margra dómi er forsenda iðnvæðingar. Alsír er gott dæmi um framfarasinnað ríki í Afríku, sem lagt hefur mikla áherzlu á menntun. Frá því Alsír hlaut sjálfstæði árið 1962 hefur tala nemenda á barnaskólastig- inu tvöfaldazt, úr 600.000 í 1.400.000, nær þrefaldazt á gagnfræðastiginu úr 35.000 í 110.000 og tífaldazt í æðri skólum úr 600 í 7000 nemendur. Þegar haft er í huga að íbúatala landsins er 13 miljónir, þá sézt vel hvernig Frakkar hafa skilið við eftir nýlendu- drottnunina, sem oft var réttlætt með því að siðmennta ætti íbúa nýlendnanna. Hlutur Frakka var þó mun skárri en t.d. Belga og Portúgala, en í nýlendum þeirra mátti telja háskólamenntaða menn á fingrum sér. Það er einnig athyglisvert hve þróunarríkin leggja mikla áherzlu á æðri menntun og aukningin er þar gjarnan mun meiri en á barnafræðslu- stiginu. Þá er og athyglisvert hve notast verð- ur við ómenntaða kennara á barnafræðslu- stiginu. A Gullströndinni eru t.d. aðeins 600 barnakennarar með kennarapróf af 7500 starfandi. 70% barnakennara í frönskumæl- andi afríkuríkjum eru próflausir og 90% í smáríkinu Chad í Mið-vestur-Afríku. Til eru dæmi um það að kennarar þurfi að kenna 60 —100 nemendum og láta þá lesa í kór úr lestrarbókum, og lestrarefnið er oft fyrir ofan skilning nemenda. Einn athyglisverðasti árangurinn í barátt- unni við ólæsið var unnin árið 1961. Það ár var skírt menntunarárið á Kúbu og var mark- miðið að uppræta ólæsið á eyjunni á einu ári. Þá voru 23% þjóðarinnar ólæsir, næst- um því einn af hverjum fjórum. 22. desember 1961 var lestrarherferðinni formlega lokið og ólæsið hrapað úr 23,6% í 3,9%. Kjör- orð lestrarherferðarinnar voru: Ef þú kannt, þá kenndu; kunnirðu ekki, þá lærðu. — Allir Kúbubúar kennarar, öll heimili skólar. Gæði menntunarinnar jafngildir kannski ekki magninu, en þessi árangur byltingarstjórnar- innar á Kúbu hefur vakið mikla athygli og hlotið almenna viðurkenningu alþjóðastofn- ana. Framlag Kúbu til menntamála nernur 39 dollurum á mann í landinu eða 141 doll- ara á hvern námsmann, en meðaltal annarra 23

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.