Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 23
ríki ráð fyrir, að það taki 20 ár að koma á almennri skólafræðslu. Rétt er í því sambandi að minnast þess að það tók Evrópu heila öld að koma á almennri skólafræðslu, en aftur á móti hafa t.d. Japan, Sovétríkin o. fl. náð því marki á mun skemmri tíma. I dag eru til mun fleiri verksmiðjur, en skólar í mörgum þróuðu ríkjanna, en þróunarlöndin keppast við að opna skóla, sem að margra dómi er forsenda iðnvæðingar. Alsír er gott dæmi um framfarasinnað ríki í Afríku, sem lagt hefur mikla áherzlu á menntun. Frá því Alsír hlaut sjálfstæði árið 1962 hefur tala nemenda á barnaskólastig- inu tvöfaldazt, úr 600.000 í 1.400.000, nær þrefaldazt á gagnfræðastiginu úr 35.000 í 110.000 og tífaldazt í æðri skólum úr 600 í 7000 nemendur. Þegar haft er í huga að íbúatala landsins er 13 miljónir, þá sézt vel hvernig Frakkar hafa skilið við eftir nýlendu- drottnunina, sem oft var réttlætt með því að siðmennta ætti íbúa nýlendnanna. Hlutur Frakka var þó mun skárri en t.d. Belga og Portúgala, en í nýlendum þeirra mátti telja háskólamenntaða menn á fingrum sér. Það er einnig athyglisvert hve þróunarríkin leggja mikla áherzlu á æðri menntun og aukningin er þar gjarnan mun meiri en á barnafræðslu- stiginu. Þá er og athyglisvert hve notast verð- ur við ómenntaða kennara á barnafræðslu- stiginu. A Gullströndinni eru t.d. aðeins 600 barnakennarar með kennarapróf af 7500 starfandi. 70% barnakennara í frönskumæl- andi afríkuríkjum eru próflausir og 90% í smáríkinu Chad í Mið-vestur-Afríku. Til eru dæmi um það að kennarar þurfi að kenna 60 —100 nemendum og láta þá lesa í kór úr lestrarbókum, og lestrarefnið er oft fyrir ofan skilning nemenda. Einn athyglisverðasti árangurinn í barátt- unni við ólæsið var unnin árið 1961. Það ár var skírt menntunarárið á Kúbu og var mark- miðið að uppræta ólæsið á eyjunni á einu ári. Þá voru 23% þjóðarinnar ólæsir, næst- um því einn af hverjum fjórum. 22. desember 1961 var lestrarherferðinni formlega lokið og ólæsið hrapað úr 23,6% í 3,9%. Kjör- orð lestrarherferðarinnar voru: Ef þú kannt, þá kenndu; kunnirðu ekki, þá lærðu. — Allir Kúbubúar kennarar, öll heimili skólar. Gæði menntunarinnar jafngildir kannski ekki magninu, en þessi árangur byltingarstjórnar- innar á Kúbu hefur vakið mikla athygli og hlotið almenna viðurkenningu alþjóðastofn- ana. Framlag Kúbu til menntamála nernur 39 dollurum á mann í landinu eða 141 doll- ara á hvern námsmann, en meðaltal annarra 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.