Réttur


Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 6

Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 6
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi — fyrstu áhugamannasamtökin sinnar tegundar á islandi. Myndin er frá stofnfundi þeirra 20. júni 1970. Ljósm. H. G. sem innlendan, og missi þannig þá einu af- gerandi og hagstæðu sérstöðu, sem við höfum fram yfir iðnaðarríki Evrópu, sem nú stynja undan fargi mengunar. RÍKISVALD OG ALMENNINGSÁLIT Það er augljóst eftir atburði síðusm ára, að ofangreind verkefni verða ekki leyst, nema til komi gerbreytt afstaða ríkisvaldsins til þessara þátta, knúin fram af vakandi og upp- lýstu almenningsáliti. Umræða og atburðir síðasta árs urðu til þess að vekja marga Is- lendinga til umhugsunar um hina gífurlegu þýðingu umhverfismálanna, en vissulega vantar enn mikið á, að sá boðskapur hafi náð allra eyrum. Hér þarf mikið og stöðugt upplýsingastarf, og fræðslu um náttúruvernd og almenna vistfræði þarf að fella inn í námsefni skyldunáms- og framhaldsskóla. AI- mannasamtök um náttúruvernd og land- græðslu, eins og þau sem stofnuð hafa verið víða um land á síðustu tveim árum, hafa hér þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Skammsýnir andstæðingar náttúruverndar líta slík samtök hornauga sem eðlilegt er, en einmitt með vakandi þátttöku almennings verður tryggt, að hið opinbera kerfi sofni ekki á verðinum og nægjanlegt fjármagn fæst heldur aldrei til umhverfisverndar, nema þorri þjóðarinnar hafi skilning á gildi hennar. Það er líka fagnaðarefni eftir andvaraleysi liðinna ára, að nú lýsa allir stjórnmálaflokkar fylgi sínu við umhverfisvernd, þótt skilning- ur forustumanna þeirra á gildi hennar sé mis- jafn og grunnt á heilindunum, er til kastanna kemur, eins og bezt hefur komið í Ijós í viðbrögðum við flúoreitruninni frá álverinu í Straumsvík og ofsóknunum á hendur þing- eyskum bændum, svo fá dæmi séu nefnd. ENDURSKOÐUN LO'GGJAFAR Eins og drepið var á eru náttúruverndar- lögin frá 1956 mjög gölluð, og þótt laga- frumvarp það um náttúruvernd, sem fram kom á Alþingi í fyrra og nú hefur verið endurflutt með nokkrum breytingum, taki gildandi lögum fram um ýmis atriði, er þar aðeins fjallað um takmarkaðan þátt umhverf- ismálanna, þann er varðar umgengni almenn- ings úti í náttúrunni, bann við náttúruspjöll- um, friðlýsingu af ýmsu tagi og stofnun úti- vistarsvæða. Nú alveg nýverið hefur þó verið boðað sérstakt lagafrumvarp um mengun, enda engin teljandi ákvæði um varnir við henni í náttúruverndarfrumvarpinu. Ekki eru ljós rök fyrir því að aðskilja þessi atriði, og væri hitt eðlileg stefna að sameina öll þau lög, er varða umhverfisvernd, í einum laga- bálki. Þannig yrði bezt tryggt, að eitt rækist ekki á annars horn, og jafnframt væri auð- veldara að gera eftirlit með framkvæmd 6

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.