Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 18

Réttur - 01.01.1971, Page 18
læknavísindum. Miðhlutinn fjallar um efna- hagskerfið og atvinnulífið, og er hann lengst- ur og ítarlegastur. Honum lýkur á athugun- um um starfsskiptingu milli kynjanna í hin- um ýmsu atvinnugreinum, um hið þjóðfé- lagslega vald og hina dvínandi stjórnmála- þátttöku kvenna, sem er staðreynd í fjölmörg- um löndum heims hin síðari ár og áratugi. Síðasti hluti bókarinnar felur í sér hug- leiðingar um þátt kvenna á hinum ýmsu sviðum menningarlífs og lista. Þar verður höfundi tíðrætt um fyrirferðarmikla þætti fjölmiðlunar á okkar dögum. í þessari bók kemur glöggt fram, að Eve- lyne Sullerot er einkar bjartsýn, er hún met- ur framtíðarhorfur og möguleika kvenna til aukins athafnarýmis og frjálsræðis. Hún er þó í bezta máta raunsæ og dregur enga dul á margs konar hindranir, sem við er að etja og verður væntanlega enn um langt skeið. Hún bendir á, að með hækkandi mennt- unarstigi kvenna almennt hljóti þeim óhjá- kvæmilega að opnast hin fjölbreytilegustu svið, en spyr jafnframt, hvort samfélagið og þá hvaða öfl þess muni reyna að tefja slíka þróun eða játast henni, viðurkenna hana. I þessu sambandi setur höfundur þó einn stóran fyrirvara varðandi svið hins þjóðfélags- lega valds þar sem konur hafa sem kunnugt er enn ekki komizt til áhrifa í neinum telj- andi mæli. Evelyne Sullerot telur ósennilegt, að á þeirri staðreynd sé mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð. Hún álítur, að æðstu stjórnmálaleg völd séu það bannhelga svið þar sem konurnar muni síðast af öllu ná að vinna sér þegnrétt. Þetta er einkar athyglisverð niðurstaða, ekki sízt þegar haft er í huga, hve langt er síðan kosningaréttur kvenna var lögleiddur víða um heim ásamt lagalegu jafnrétti á mik- ilvægum sviðum, en grundvallarregla er eitt, reynsla hins daglega lífs annað. 18 Hér fer á eftir lausleg þýðing á fáeinum atriðum úr þeim kafla bókarinnar, „Demain les femmes", sem lýtur að sviði stjórnmála. Ekki er hægt að neita því, að lærdóms- leiðin má heita konunum opin, ef á allt er litið, aftur á móti er leið sú, sem liggur til valdsins vörðuð margs konar hindrunum, og er kunnara en frá þurfi að segja, að stjórn- mála þátttaka kvenna hefur farið mjög dvín- andi síðustu áratugina. Þar hafa þær nánast lagt niður vopnin og verið ótrúlega hæverskar eftir alla þá sigra, sem kvenréttindahreyfingin hefur knúið fram. Þær hafa ekki notfært sér þá ávinninga, sem náðust, og þær hafa ekki haldið áfram á þeirri leið, sem liggur til aukinna áhrifa og stjórnmálalegs valds. Franski rithöfundurinn Maurice Duverger hefur gefið greinargóða lýsingu á stjórnmála- legri þátttöku kvenna og hefur tekið dæmi af píramída. Grunnurinn byggist upp af hinni fyrstu pólitísku athöfn, eða þeirri að neyta síns kosningaréttar. Það er eins konar skylda, sem þar að auki framkvæmist í leynum, í allri hæversku án þess að þurfa að gefa nokkuð til kynna. Þetta atriði vegur þungt, þegar litið er á það, að ekkert er út á kosn- ingaþátttöku kvenna að setja. Þær kjósa í nokkurn veginn sama mæli og karlar. A næsta þrepi fyrir ofan eru svo þeir hóp- ar, sem taka á sig einhvers konar ábyrgð og framkvæmd og láta skoðanir sínar og afstöðu opinbert í ljós. Til dæmis er álitlegur hóp- ur kvenna, sem sæti á innan hinna smæstu stjórnunareininga þ.e.a.s. í hreppstjórnum, en meðal borgarstjóra eru konur aftur á móti sjaldséðar, og mjög sjaldan fyrirfinnast konur í stjórnum stærri héraða eða sýslna. Þær sjást sjaldan á þjóðþingum, eru ör- sjaldan í hópi ráðherra og sízt á toppinum þar sem ríkisforystan, handhafi valdsins situr. Hin langa og harðvítuga barátta kvenna fyrir i

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.