Réttur - 01.01.1971, Page 28
þessarar heimsmyndar. I ofviðrum tveggja heims-
styrjalda og í báli þeirra byltinga, er í kjölfarið
komu, hafa hin beinu heimsyfirráð evrópska auð-
valdsins liðið undir lok, þjóðirnar varpað af sér
pólitísku oki þess i hverju landi af öðru, sumstaðar
alþýðan tekið völdin sjálf, annarsstaðar gengið á
ýmsu um úrslitavald.
Auðmannastétt Englands, sem drottnaði yfir fjórð-
ungi mannkyns um aldamótin, stærði sig af þvi að
sólin gengi aldrei tii viðar í heimsríki hennar há-
tignar Bretadrottningar. Nú er sól hins brezka valds
sjálf gengin til viðar. England er orðið eyríki, hrjáð
af sifelldri kreppu sakir illrar arfleifðar sinnar. Hin
forna spá Stephans G. hefur rætzt: ,,lð enska gull
skal fúna fyr en frelsisþrá sé börð á dyr."
Vald keisaranna i Kina, Rússlandi, Austurriki,
Þýzkalandi er farið veg allrar veraldar. Auðvald
Þýzkalands hefur i stórmennskubrjálæði stofnað til
tveggja stórstyrjalda í heimsyfirráða augnamiði —
og verður nú að sætta sig við minna Þýzkaland, en
stofnað var til fyrir einni öld með járnhælnum á
París, í hroka hervaldsins i Versölum.
Franska auðvaldið hefur orðið að læra það, nú
síðast af tvennum löngum styrjöldum i Indó-Kína
og Algier, að það er ekki lengur á þess valdi að
drottna yfir nýlendum. Og árið 1968 var það einnig
minnt á, að gamla París ,,glæst af minnum", er
ótrygg, ef til kastanna kemur.
En auðvitað hafa þær auðmannastéttir, sem eftir
lifa, ekki gefizt upp, þó að þeim sé þrengt. Þær
aðlaga sig kringumstæðunum, reyna að smeygja
arðránsklónum inn eftir nýjum leiðum, þótt ný-
lenduvöldunum sé lokið, — og treysta síðast en
ekki sízt á mátt hervalds síns og einkum atóm-
sprengjunnar til að drotna enn um stund.
Því kóngar að síðustu komast í mát,
og keisarar náblcejum falda,
og guðirnir reka sinn brothœtta bát
á blindsker í hafdjúpi alda.
Þorsteinn Erlingsson:
Örlög guðanna.
3. BYLTINGIN BRÝTUR SÉR —
AÐSKILJANLEGAR BRAUTIR
Sú var tíð að við byltingamenn héldum að bylt-
ingin myndi brjóta sér eina braut og beina. En
sagan og reynslan hafa orðið ímyndunaraflinu ríkari.
Byltingin i Rúoslandi 1917 varð sú, sem vegna
heimssögulegs gildis síns ýtti mest undir þær hug-
myndir að hún skyldi verða fyrirmynd um heim all-
an, hvað gerð snerti. Og þó svo yrði ekki, þá hafa
hinsvegar alla byltingar siðan orðið að eðli og inni-
haldi það, sem Alþjóðasamband kommúnista tákn-
aði á hálfrar aldar afmæli Parísarkommúnunnar,
1921, með vígorðinu: öreigar og undirokaðar þjóð-
ir allra landa sameinist!
Brandabylting kommúnista í Kína 1949 frelsaði
jafnt verkalýðinn af klafa auðvaldsins og Kina úr
hlekkjum heimsvaldastefnunnar og braut um leið
heimsbyltingunni nýjar brautir.
Valdataka alþýðu í þeim rikjum Austur-Evrópu,
þar sem rauði herinn og skæruliðar andfasista
höfðu brotið ríkisvald burgeisastéttanna á bak aftur,
sýndi enn nýja og afbrigðilega leið til alþýðuvalda.
I kjölfar striðslokanna og kinversku byltingarinn-
ar fylgdi svo valdataka alþýðu í Norður-Kóreu og
Vietnam og frelsisstríð þeirra þjóða.
Byltingin á Kúbu 1959, framkvæmd af þjóðfrels-
issinnuðum skæruliðum, opnar enn eina leiðina til
alþýðuvalda og sósíalisma.
Þannig var á 90 ára afmæli Parísarkommúnunnar
þriðjungur mannkynsins búinn að koma á hjá sér
alþýðuvöldum og sósiallstlskum efnahagsgrundvelli.
Og heimsbylting undirokaðra stétta og þjóða
hraðar nú för sinni um fleiri lönd í nýjum og nýjum
myndum.
Á sjöunda áratugi aldarinnar, 1960—70, rekur
hver þjóðfrelsisbyltingin aðra, flestallar nýlendur
öðlast frelsi. Sumar nota það til að móta stefnu í
andstöðu við yfirdrottnun erlendu auðstéttanna
(Egyptaland o. fl.), aðrar stíga jafnvel skref í átt
til þjóðnýtingar og jafnaðar, stundum frumstæðs
kommúnisma (Tanzania, Guinea, Sambía, Kongo (B)
o. fl.), — enn aðrar verða um tima refjum auð-
valdsins að bráð, flækjast í net hinnar nýju, dul-
búnu nýlendustefnu þess, stundum með blóðugum
gagnbyltingum eins og Indónesía. Og áratugnum
lýkur með friðsamlegri valdatöku alþýðufylkingar i
Chile, er gefur nýjar vonir um sókn i Suður-
Ameríku fyrir sósíalisma og þjóðfrelsi.
28