Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 31

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 31
—21, 1941—45) og undirbyggja kínversku bylting- una með 20 ára borgarastríði. Um allar þær hetju- dáðir, sem unnar hafa verið svo þetta tækist, og um alla þá harmleiki, sem gerðust i rás atburðanna, skal ei fjölyrt hér að sinni né rakin þau gífurlegu áhrif sem frumstæð gerð þessara þjóðfélaga hafði á þróunina. En hinu skal slegið föstu: Bylting sósíalismans hefur ekki verið svikin, hvorki i Sovétríkjunum né i Kípa, né heldur hefur gagnbyltingin slgrað i þessum stórveldum sósíal- ismans. Það er mál til komið að tilhæfulausar ásakanir stærstu flokka sósialismans um gagn- byltingu hvor i annars garð víki fyrir marxistísku mati og umræðum um ólikar leiðir beggja. Það er ekki hægt að ræða af viti með þvi að sjá aðeins það sem aflaga fer og loka augunum fyrir hinu — eða öfugt. Sovétrikin hafa i krafti stór- stígra framfara á sviði atvinnulifs, vísinda, uppeldis, hermála o. s. frv. orðið hinn mikli bakhjallur sósial- istisks valds í heiminum, en jafnhliða hefur sósi- alistisk þróun staðnað á öðrum sviðum, jafnvel orðið afturför frá Lenins tímum, svo sem á sviði lýðstjórnar, umræðufrelsis í flokknum, afstöðu til lista o. fl. I Kína hefur I krafti sósíalismans hið stórkostlega átak verið gert að útrýma sultinum hjá fjórðungi mannkyns, framfarir orðið I atvinnulifi og vísindum og reynt að tryggja virkni fjöldans og jöfnuð með þjóðinni, en jafnframt eru brotnar leik- reglur flokkslýðræðis og ofstækisfull afstaða til öðruvísi hugsandi sósialista ýtir undir klofning heimshreyfingarinnar. Tilhneigingar til stórveldis- hroka gætir hjá flokkum þessara stórvelda alþýð- unnar, máske einmitt vegna þeirra afreka, er þeir hafa unnið í frelsisstríðum þjóða þeirra. Þar með er ekki sagt að alþjóðahyggjan sé svikin, aðstoðin við hetjubaráttu Vietnam og þjóðfrelsishreyfing- anna sannar bezt hve virk hún er. En þegar saman fara I einni flokksforustu fræðileg þröngsýni, móð- ursjúk tortryggni og misnotkun mikils valds, sem sameinað er á fárra hendur, þá geta aðrir eins sorg- arleikir gerzt og málaferlin miklu, aftökurnar illu og innrásin I Tékkóslóvakiu, — verknaðir, sem brjóta jafnt I bág við sósíalismann og alþjóðahyggju verkalýðsins. Sú spurning kemur oft upp i hugum sósíalista, þegar mjög fer aflaga um beitingu rikisvalds i sum- um sósíalistískum ríkjum, hvort hægt sé að lita svo á að þetta rikisvald sé alþýðunnar. Ríkisvaldið i þessum löndum er alþýðunnar, þótt Þeir boða aldahvörf Maðurinn verður að endurfœðast Slíta af sér fjötra vanans og efans Vekja þá sem sofa bjarga himni og jörð Því hœttan vofir yfir framtíðin er í veði Gneistandi orð þeirra tendra í blóði vorn Hremsunareld morgunsólar. Jóhannes úr Kötlum: Öðurinn um oss og börn vor. svo þeir aðilar, sem eru handhafar þess á hverjum tima, brjóti oft á tiðum gegn hagsmunum hennar og hugsjónum sósíalismans. Frakkland Napoleons var Frakkland borgarastéttarinnar og Napoleon var „keisari franska kapítalismans", þótt svo frönsk borgarastétt hefði kosið ýmsar ráðstafanir hans öðruvísi. Sama hefur hent og hendir enn I ríkjum alþýðubyltinganna. Byltingin er yfirtaka ríkisvaldsins í nafni alþýð- unnar. Rikisvaldið — það er herinn, embættis- mennirnir o. s. frv. Takmark sósíalismans er að alþýðan sjálf yfirtaki beina stjórn framleiðslunnar i krafti samtaka sinna á vinnustöðvum og verklýðs- félögum, að hún verði nógu kröftug og þroskuð til þess raunverulega að stjórna þessu framleiðslu- kerfi beinlínis, að hún þurfi ekki að una við fastan embættismannahóp, heldur geti haft tið mannaskipti (sbr. Lenin: Ríki og bylting 1970, bls. 96). Og með- an þessu takmarki er ekki náð, þá er hið sósíalist- iska lýðræði skammt á veg komið, hvað sterkt sem svo hið sósíalistiska ríkisvald er. Og meðan alþýða manna getur ekki frjáls rætt leiðirnar til að full- komna sósialismann og gagnrýnt það, sem aflaga fer, — þá á hið sósialistiska frelsi enn langt i land. Meðan þetta er svo, vofir alltaf sú hætta yfir að handhafahópar rikisvaldsins festi völd alþýðunnar i höndum sér, gerist dragbitar á sósíalistiska lýð- ræðisþróun, — eins og dæmin sanna, —, þótt þeir svo auki I sífellu efnahagslegt og hernaðarlegt vald sósíalismans. Embættismenn alþýðunnar geta vissulega orðið henni þungir I skauti, eru þeir þó 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.