Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 26
Með sama áframhaldi má áætla að á næstu 10 árum verði varið 4 billionum dollara til hermála og þá er talan orðin óskiljanleg. En ef við breyttum hverjum þessara 182.000 milljóna dollara í mynt og létum eina doll- aramynt falla aðra hvora sekúndu þá mundi líða 5750 ár eða 1000 ár umfram aldur pýra- mýdanna í Egyptalandi, þar til síðasta doll- aramyntin félli til jarðar. Það mundi taka 126.000 ár eða allan þann tíma, sem liðinn er síðan Neanderdalsmaðurinn var uppi þar til síðasta dollaramyntin af billíonunum fjórum sem eytt verður til hernaðar á næstu 10 árum með sama áframhaldi, þar til hún félli til jarðar. I heiminum í dag er meiru eytt til hernaðar en á nokkru tímabili mann- kynssögunnar áður, ef undan eru skilin heimsstyrjaldarárin síðairi. Upphæðin í dag svarar til samanlagðra árstekna 1000 milljóna manna í rómönsku Ameríku, Suður-Asíu og Austurlöndum nær. Ef áðurnefnd dollaramynt væri 2 og hálfur millimeter að þykkt, þá mundi ársútgjöldin til hermála árið 1967 í heiminum ná til tunglsins og 71000 kílómetrum lengra, ef hverri mynt væri staflað ofan á aðra. Og eyðsla næstu tíu ára yrði 10 milljón km hár stafli eða 30 sinnum vegalengdin milli jarðar og mána. Þannig eyðir mannkynið gegndarlaust fjár- munum til að geta murkað lífið úr nágrann- anum, á samá tíma og helmingur mannkyns býr við hungur, ólæsi og sjúkdóma. Mann- kynið sér aðeins af 111.000 milljónum doll- ara til menntamála, 52.000 milljónum til heilbrigðismála og 8.000 milljónum dollara til aðstoðar við þróunarlöndin. I upphafi var minnst á að 800 milljónir manna væru ólæsir í heiminum. Víða um heim er jæss krafizt að afvopnun hefjist hið skjótasta og Sameinuðu Jíjóðirnar, sem hafa afvopnun á stefnuskrá sinni hafa bent á nauðsyn Jæss að fjármunum væri fremur var- ið til menntamála, en hernaðar. Hér hefur verið dregin upp mynd af and- stæðunum, en bezt er að þú, lesandi góður, dæmir sjálfur um réttmæti Jæssa ástands. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.