Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 37
einnig eftir valdatöku verkalýðsins.* Þessvegna
hafa frelsisskerðandi ráðstafanir vissra sósíalist-
iskra rikja, — svo sem í Tékkóslóvakíu, — frá-
hrindandi áhrlf jafnt á kommúnista sem aðra sós-
ialista Vestur-Evrópu og hindra myndun viðfeðma,
alþjóðlegrar samfylkingar.
Forsendan fyrir því að kommúnistar sósíalistisku
n'kjanna geti fylkt saman öllum þeim öflum heims,
sem andstæð eru ameríska imperíalismanum, er
einfaldlega sú að þeir geti sjálfir unnið saman inn-
byrðis, — að t.d. Bresnjev, Dubcek og Mao geti
unnið saman sem sjálfstæðir aðilar, svo tekin séu
dæmi er sýna hve erfitt vandamálið er. Og megni
þessir aðilar sósíalistisku ríkjanna ekki að koma á
slíkri samvinnu, — og það virðist litil viðleitni til
slíks nú, — þá er það úrslitaatriði sem fyrr segir,
ef vinna á meirihluta verkalýðs i auðvaldslöndum
Evrópu og Ameríku til fylgis við slika þjóðfylkingu
(— og í þeim löndum býr meirihluti iðnaðarverka-
lýðs heims —) að hinir stóru kommúnistaflokkar
auðvaldshluta Evrópu hafi frumkvæði um að koma
sliku samstarfi á.
O
Sú hugsjón um þjóðfélag sameignar, jafnaðar og
frelsis, um þjóðfélag án fátæktar, kúgunar og
stéttaskiptingar, — sem kommúnardar Parísar sáu
í hyllingum, börðust fyrir og dóu fyrir — hefur
farið eldi um alla jarðarkringluna á þessum hundrað
árum. Stórkostlegir sigrar hafa verið unnir, stór-
fenglegustu byltingar mannkynssögunnar gerðar í
hennar nafni. Ný vandamál hafa risið upp í kjölfar
tnestu sigranna. Saman hafa tvinnast frelsishreyf-
'hgar hinna kúguðu stétta mannkynsins og hinna
undirokuðu þjóða. Þær brjóta af sér hlekkina i
hverju landinu af öðru. Framtíð mannkynsins er nú
undir því komin að hlekkirnir verði brotnir um ger-
Engels ritar 18. des. 1889: „Verkalýðshreyfingin á
allt undir hvassri gagnrýni á ríkjandi þjóðfélag.
Gagnrýni er lífsviðurværi hennar. Hvernig getur
hún sjálf ætlað að forðast gagnrýni, banna umræð-
Ur- Krefjumst við þá málfrelsis oss til handa af
öðrum bara til þess að afnema það svo aftur í eigin
föðum?" (I bréfi til Gerson Trier). Sjá og útdrætti
ur bréfum hans til Bebels i „Neistum" þessa heftis.
Þú töfraðir hetjurnar, ókomna öld,
og ennþá ef svipnr þinn fagur,
er hver maður þorir að þekkja sinn skjöld
og þarf ekki að krjúpa við gull eða völd.
0, það verður djrðlegnr dagur.
Þorsteinn Erlingsson:
Brautin.
vallan heim, áður en síðustu yfirstétt jarðar tækist
að eitra mannkynið eða sprengja heim þess i loft
upp.
Forsendan fyrir því að lokasigurinn vinnist á
næstu áratugum, jafnvel enn á þessari öld, er að
sósíalistar allra landa, — hvað sem þeir kalla sig,
sósíalistar allra flokka, — hvaða heiti sem þeir
bera — taki höndum saman.
Eitt sinn hljómaði hið alþjóðlega boðorð svo:
öreigar allra landa sameinizt — og vissulega held-
ur það gildi sinu. En forsenda þeirrar einingar er
nú orðin: Sósíalistar allra landa, sameinizt.
37
L