Réttur


Réttur - 01.01.1971, Side 3

Réttur - 01.01.1971, Side 3
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON: NÁTTÚRUVERND OG VERKEFNIN FRAMUNDAN Á árinu 1970 reis umræða um náttúru- vernd og umhverfismál hærra en nokkru sinni fyrr erlendis, enda árið helgað þessu máli sér- staklega fyrir atbeina Evrópuráðsins. Hér- lendis má segja, að náttúruverndarmálin hafi í fyrsta sinn komið fram í sviðsljósið fyrir allan almenning, og vaxið upp í það að verða gildur þáttur á vettvangi þjóðmála. í þessari grein verður vikið með nokkrum orðum að núverandi stöðu náttúruverndar í landinu og ávinningum síðasta árs á þessu sviði. Síðan verða ræddar helztu blikur, sem á lofti eru, og hversu við þeim megi bregðast. I grein Stefáns Bergmanns, líffræðings, í síð- asta hefti þessa tímarits var vikið á fræðilegan hátt að þætti mannsins í umhverfisspillingu og þýðingu vistfræðilegra') (ökólógiskra) rannsókna til að öðlast skilning á hinu við- kvæma samhengi dauðrar og hfrænnar nátt- úru. Hér verða ekki fram bornar fræðilegar útlistanir, heldur bent á félagslegar og efna- hagslegar hliðar umhverfismálanna og þýð- ingu rannsókna til að komast þar hjá hinum alvarlegustu skakkaföllum. EFTIRBÁTAR ANNARRA Sú vakningaralda um náttúruvernd, sem nú gengur yfir hjá okkur, er sannarlega tímabær, 1) Rétt er að minnast hér aðeins á orðnotkun. Eins og alltaf, þegar nýjar greinar vaxa upp eða eldri greinar teygja úr sér, gætir nokkurs ruglings og erfið- leika í íslenzku máli. í>etta á við um nær allar greinar raunvísinda, bæði vegna þess að mjög lítið er um þær ritað fyrir almenna lesendur, og þýðendur og höfundar fræðirita og kennslubóka gæta oft ekki hins minnsta samræmis, og verður skólafólk óþyrmilega fyrir barð- inu á þeim glundroða. Orðaforði okkar varðandi náttúruvernd er sýnilega enn á reiki. Hugtökin náttúra og umhverfi, náttúru- vernd og umhverfisvernd, náttúruverndarmál og um- hverfismál eru sumpart notuð sem samheiti, en um- hverfishugtakið þó oft í víðari merkingu, þar eð svo virðist, sem náttúruverndarhugtakið gjaldi þeirra smáu og fáu verkefna, er undir náttúruvernd féllu fyrr á öldinni, og sérstaklega voru tengd friðunaraðgerðum. Þennan ramma hefur hugtakið þó væntanlega sprengt af sér, og er það hér einnig látið spanna mengunar- mál og önnur áhrif vegna inngripa mannsins. Umhverí- ishugtakið nota ég nokkuð jöfnum höndum, en þó í víðari merkingu, þannig að það spannar einnig yfir allt tilbúið umhverfi í þéttbýli ásamt skynrænum áhrif- um, svo sem hávaða af umferð, hraða og fólksmergð. Orðin vistfræði og vistfræðilegur eru hér notuð um ökólógíu og ökólógískur, þar eð nokkur samstaða virð- ist vera að nást um notkun þeirra í þessari merkingu. Orðið vist fer þokkalega í samsetningum, og má t. d. nota það um ökólógíu mismunandi umhverfis, t. d. vatnavist, jarðvegsvist, loftvist, mýrarvist og tunglvist. Og á eilífðarplaninu höfum við þá líka himnavist sem rannsóknarefni og til huggunar eftir jarðvistina. 3

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.