Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 30
Holskeflur mannhafsins og óttaslegin yfirstétt. Teikning eftir Bandaríkjamanninn W. B. Kerr: Knútur konungur. nema hlekkjunum, en heilan heim að vinna," svo notuð séu orð Kommúnistaávarpsins frá 1848, sem þá áttu við um verkalýð evrópskra iðnaðarlanda. Hetjuskapur Vietnam sýnir hve vonlaust það er fyrir auðmannastétt heims að ætla sér að halda þessu afli niðri með hervaldi, eftir að þetta fólk hefur vaknað til vitundar um vald sitt. Einmitt þegar neyðin er svo mikil sem hér er hugsjónin um frelsi frá hungri og kvöl hvað fegurst í hyllingunum og fólkið því reiðubúið að heyja hina hörðustu baráttu, fórna öllu fyrir hugsjónina, því þá er baráttan háð um lífið sjálft, ekki bara lífskjarabætur, — um frelsið til að lifa, ekki bara um aukin réttindi. Því fær enginn morðtækni amerísku miljónamæringanna myrt þetta fólk sjálft, hve mikið sem þeir drepa af einstaklingum þess: konum, börnum og körlum, — því hér bylgjast sjálft hið ósigrandi mannhaf miljónanna, ólgandi af hugsjón réttlætisins, sem er að gagntaka þennan hungrandi, stritandi aragrúa og mun að lokum kaffæra hrokafullar yfirstéttir og þjóna þeirra. 5. VANDAMÁL VALDSINS En hvað um örlög byltingarinnar, þar sem hún hefur sigrað. Hefur ekki gagnbyltingin sigrað i Rússlandi, svo sem Kínverjar og fleiri halda fram? Er ekki komið á hernaðareinræði i Kína svo sem sovétmenn segja? Vissulega eru vandamál valdsins mikil fyrir al- þýðu manna, ekki sízt síns eigin ríkisvalds. Sósial- isminn er ekki búinn að sigra, þó byltingin takist. Valdatakan er forsenda sósíalismans, ekki sósíal- isminn sjálfur. Og menn þeir, sem verða að byggja sósialismann hafa, þrátt fyrir allan hetjuskap bar- áttunnar og hugmyndafræði marxismans, illan arf stéttaþjóðfélagsins enn í blóði sínu. Þeir verða að beita ríkisvaldi, sem í sjálfu sér er framandi vinn- andi stéttum. Og viðast hvar hefur alþýðan einnig orðið að skapa sjálfar hinar tæknilegu forsendur sósialismans: iðnvæðinguna, svo ekki sé talað um ægilegasta átakið: verja rússnesku byltinguna í tveim stórstyrjöldum fyrir árásum auðvaldsins (1918 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.