Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 38
GESTUR
GUÐMUNDSSON:
NEMENDA-
HREYFINGIN
íslenzk námsmannahreyjing hefur nú litið
dagsins ljós. Taka sendiráðsins í Stokkhólmi
og þrásetan í menntamálaráðuneytinu voru
fyrstu merki þess, að í fæðingu væru öfl, sem
hygðust breyta skemmtiklúbbum skólanema
í baráttutæki og ummynda baráttu fyrir
auknum fjárveitingum í baráttu fyrir grund-
vallarbreytingu á skóla og þjóðfélagi. Að
vísu hefur námsmannahreyfingin ekki starfað
með hávaða, en fundur Verðandi 1. desember
staðfesti að hópar róttækra námsmanna
stækka óðum. Hinir ýmsu hópar þessarar
róttæku nemendahreyfingar eru nú önnum
kafnir við að skýrgreina aðstæður, skóla og
þjóðfélag, koma sér niður á hugmyndafræði-
legan grundvöll og báráttutækni, þ. e. að
átta sig á verkefnum sínum og hvernig
bregðast skuli við þeim. En jæss verður ef-
laust ekki langt að bíða að þær umræður ali
af sér starf. Það er því kominn tími til að
taka upp umræður um nemendahreyfinguna,
stefnumið hennar og vandamál.
VIÐBRÖGÐ
Viðbrögð íslenzkra stjórnvalda við lífs-
merkjum námsmanna urðu eins og við mátti
búast. Taugaveiklunin og æsingurinn urðu
svo mikil að virðulegir ráðamenn létu ýmis-
legt fjúka, sem þeir nú telja sig líklega betur
hafa látið ósagt. T. d. má benda á getgátur
Gylfa Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdi-
marssonar um upphafsmenn að aðgerðum
námsmanna. Skýringar þeirra voru þess efn-
is að hér hefðu hagvanir múgæsingamenn,
„þrautþjálfaðir óeirðaseggir", æst upp ófróða
unglinga og lokkað þá til óhæfuverka á
fölskum forsendum. Þetta þarf engan að
undra; við því er ekki að búast að ráðamenn
þjóðarinnar viðurkenni að stór hópur náms-
manna fremji slíkan verknað vegna raun-
l
38