Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 42

Réttur - 01.01.1971, Page 42
EINAR OLGEIRSSON: RAUTT MISSERI í REYKJAVÍK FYRIR 50 ÁRUM Það var ólga í veröldinni fyrir fimmtíu árum, þegar árið 1921 var að ganga I garð. Það var ólga I Evrópu, þar sem alþýðan hafði lifað hið hræðilega veraldarstríð, sem innbyrðis átök auðhringanna höfðu leitt yfir hana. Rússneska alþýðan hafði rétt lokið við að reka af höndum sér 14 árásarríki i þriggja ára borgarastyrjöld, sem kom á eftir öllum fórnum heimsstyrjaldarinnar. Hún hafði náð völdum yfir ættlandi sínu, flakandi i sárum, með aðeins einn sjötta hluta þess framleiðslukerfis uppistand- andi er til var 1913. Allt hitt eyðilagt, en völdin föst í höndum fólksins. Það var ólga um alla Evrópu. Á Italíu tóku verkamenn verksmiðjurnar á vald sitt um tima. I Þýzkalandi varð uppreisn, er barin var niður. — Auðvaldið var lika að festa sig í sessi, en á því áttaði róttækasti hluti alþýðunnar sig ekki. Byltingaraldan var að byrja að hníga. Það var ólga á Islandi. Eftir alda þrældóm var fátæk alþýðan að byrja að átta sig á því, að fá- tæktin* var henni ekki ásköpuð af örlögunum, * Þeir, sem vilja kynna sér hve hörmuleg fátæktin var þá I Reykjavík ættu að lesa hjálparbeiðnirnar í Alþýðublaðinu t.d. vikuna 21.—28. febrúar 1921. 42 heldur afleiðing ills þjóðskipulags, sem hægt var að útrýma, ef aðeins alþýðan sjálf stæði saman um það. Boðskapur sósíalismans, jafnaðarstefn- unnar, tók að tendra stéttarvitund og uppreisnar- hug hjá verkalýðnum. Alþýðuflokkurinn hafði verið myndaður, fyrstu stóru verkföllin háð, sjómennirnir kennt krafta sinna ekki aðeins í viðureign við Ægi, heldur líka við auðvaldið. Framundan voru í febrúar kosningar til þings, þar sem I fyrsta skipti myndi reyna á hvað flokkurinn megnaði. Alþýða Reykja- víkur hafði áður komið einum fulltrúa sinum, Jörundi Brynjólfssyni, á þing, en þá í félagi við aðra og í persónulegri kosningu. Nú var að sýna hvað flokk- ur alþýðunnar sjálfrar dygði. Það var ólga í hugum ungra manna. Sá þróttur æskunnar, sem hjá fyrri kynslóðum brauzt út I bar- áttu gegn danska valdinu, beindist nú inn á nýjar brautir eftir sáttmálann 1918: Hið nýbakaða auð- valdsþjóðfélag á Islandi og braskarastétt þess, — sem óðfluga varð íhaldssöm, þegar stéttabaráttan tók við af þjóðfrelsisbaráttunni að marka víglin- urnar, — voru nú tekin til krufningar af æsku, sem eignast hafði hugsjónir og gerði háar kröfur til þess mannfélags, sem frjáls, islenzk þjóð ætti að mynda sér eftir aldakúgun. i

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.