Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 7
slíkra laga einfalt í vöfum og að sameina
yfirumsjón allra umhverfismála í einni stofn-
un, er heyri undir aðeins eitt ráðuneyti.
I þessu sambandi má benda á það geig-
vænlega skipulagsleysi, sem nú ríkir varðandi
eftirlit með mengun og eiturefnum, þar sem
fjölmargir aðilar sýsla eitthvað við þessi mál,
en fæstir hafa nokkurt samstarf sín á milli
og enginn hefur heildarsýn yfir sviðið. Þá er
mörg atriði varðandi umhverfisvernd að
finna á dreif í ýmsum lagabálkum, svo sem í
vatnalögum, vegalögum, lögum um skipulag
í þéttbýli og lögum um meðferð eiturefna.
Oll þurfa þessi lög endurskoðunar og sam-
ræmingar við með tilliti til umhverfisverndar.
Akvæði vantar og um mikilsverð atriði, og er
hér rétt að benda á nauðsyn þess, að setja lög
um takmarkaða náttúruvernd í óbyggðum,
ekki sízt á miðhálendinu, þannig að ekki geti
hver og einn aðhafzt þar, hvað sem honum
sýnist, eins og nú er.
í heild ber að leggja áherzlu á, að hraða
setningu víðtækra laga um umhverfisvernd,
er taki til allra þátta hennar, og síðan verði
aukið við eða breytt, þar sem gloppur finn-
ast. Við höfum enn góða möguleika á að
bæta úr því, sem illa hefur farið í umhverfi
okkar, og sá kostnaður, sem af slíkum aðgerð-
um hlýzt nú og framvegis mun birtast í
margföldum hagnaði, er tímar líða, og líkast
til fyrr en okkur varir.
MENGUNARHÁSKINN
Nýlegar fregnir um niðurstöður erlendra
rannsókna, er sýndu mengun hafsvæða við
Islánd og víðar í Norður-Atlantshafi með
klórkolvatnsefnum og fleiri skaðlegum efn-
um, eru uggvænlegar, og færa okkur heim
sanninn um það, að mengunarvandinn er
alþjóðlegur og fer ekki að landamærum. Því
ber okkur skylda til að fylgjast sem bezt með
Hið fyrsta þarf að setja lög um náttúruvernd í ó-
byggðum. Myndin er tekin norður yfir Kollumúla
og Viðidal eystra. öxarfellsjökull og Snæfell í bak-
sýn. — Ljósm. H. G.
því, sem erlendis gerist í mengunarmálum og
taka þátt í alþjóðásamstarfi um varnir gegn
mengun. Þar hljótum við alveg sérstaklega
að leggja áherzlu á strangar alþjóðareglur
til verndar heimshöfunum.
MENGUN HÉRLENDIS
Er þetta er ritað stendur fyrir dyrum ráð-
stefna um mengun hérlendis, haldin á vegum
Landverndar. Gera má ráð fyrir, að þar verði
ýmislegt fróðlegt dregið fram í dagsljósið.
Því hefur mjög verið á lofti haldið, að staða
okkar sé mjög góð í þessu efni, og það má
eflaust til sanns vegar færa, ef til saman-
burðar eru tekin fremstu iðnaðarríki og
neyzluþjóðfélög heimsins. En einmitt af þess-
urn sökum ber okkur að vera vel á verði, og
ef að er gáð má víða finna hér umtalsverða
7