Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 48

Réttur - 01.01.1971, Page 48
Einar Ástráðsson, Einar Olgeirsson og Sigurður Ólafsson, stúdentar 1921. víkur og fékk góðar undirtektir hjá hinum síðar- nefndu, en greinar urðu nokkrar við kennarana.* Tillögur nefndarinnar voru yfirleitt góðar, en aftur- haldið hjá skólayfirvöldunum var óttalegt. — Sið- asta veturinn eymdi enn eftir af þessari uppreisn í skólamálum, en þó fór nú þjóðmálaáhuginn að verða yfirgnæfandi. Jón Ófeigsson lét okkur t. d. einu sinni skrifa danska ritgerð um ,,Mit ideal" („hugsjón mín") og voru það þá þrír af okkur bekkjarþræðrunum, sem skrifuðum allir um komm- únismann og höfðu samt engir talað sig saman um neitt efni. Það voru auk mín þeir Einar Ástráðsson, síðar læknir, og Sigurður Ólafsson, síðar verkfræð- * I nefndinni voru þeir Kristján Þorgeir Jakobs- son og Þórður Eyjólfsson úr sjötta bekk, Einar Olgeirsson og Gunnar Árnason úr fimmta bekk og Sigurjón Jónsson úr fjórða bekk. Á stúdentafélags- fundi 22. apríl 1920 hafði Bjarni frá Vogi haft vin- samlega framsöguræðu um tillögurnar og Ásgeir Ásgeirsson, sem var formaður félagsins, einnig tekið þeim vel. Féll það þar I minn hlut að lesa upp tillögur okkar, en Þórður Eyjólfsson þakkaði í fund- arlok undirtektir stúdenta. 48 ingur, báðir ágætir félagar, sem nú eru látnir. Lét- um við taka mynd af okkur saman í tilefni þessa. Og á fundum skólafélaganna — þau voru tvö, Framtíðin hafði klofnað en var sameinuð aftur í upphafi skólaárs 1920—21, — gætti óróans og ólgunnar oft, i umræðum og efnisvali. En þótt ólgan í skólanum og þjóðfélaginu í kring ýtti þá undir okkur að gerast sósíalistar, þá var sú sannfæring hjá flestum okkar þé þegar það vel undirbyggð að hún entist okkur ævilangt, þótt reynslan og sagan ætti eftir að kenna okkur margt og mikið til viðbótar, sem eðlilegt er, — og hrifning og hugsjónaeldur æskumannsins að breytast í bjargfastan baráttuþrótt og skapandi víðsýni hins fullorðna manns. „BYLTINGIN Í RÚSSLANDI11 Það var eðlilega hinn heimssögulegi atburður aldarinnar, byltingin i Rússlandi 1917, sem olli því að alda sósíalismans reis svo hátt um heim allan á þessum árum. Það hafði lítið verið skrifað enn sem komið var um sósíalismann á Islandi utan nokkurra greina í blöðum og tímaritum og Ijóða J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.