Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 53

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 53
ekki fyrst og fremst einnar persónu, þó flokksforingi sé, heldur hitt að frjálsar um- ræður og gagnrýni í flokknum öllum vantar, að hann hefur að nokkru misst sitt jarðsam- band, er ekki lengur þau lifandi, frjálsu sam- tök marxista með hreinskilnum umræðum á öllum stigum frá vinnustöðvasellu til mið- stjórnar, — heldur er orðinn snar þáttur í ríkisvaldskerfinu, innlimaður í það valda- kerfi, sem hann að vísu átti að hafa forustu um og ábyrgð á hvernig rekið væri í alþýðu þágu, en átti jafnframt að hafa allt eftirlit með að eigi yrði misbeitt af embættisvaldi. Þeir sorgleikir, sem gerast í hinum sósíalist- ísku ríkjum í þessum efnum, ættu að leiða til þess að hér yrði brotið við blað: flokkur- inn komi á fullu umræðufrelsi, a. m. kosti innan alls flokksins, komi á því lifandi jarð- sambandi við alþýðuna sjálfa, sem tryggi skilning og fylgi hennar við þær ákvarðanir, sem teknar séu í virku samstarfi við hana; flokkurinn gerist þau sjálfstæðu samtök al- þýðu, sem einnig stendur á verði gagnvart eigin ríkisvaldi, svo sem honum samkvæmt frelsiseðli sínu bera að vera, minnugur þeirr- ar kúgunaráráttu, sem í öllu ríkisvaldi býr. RAKOSI Mathías Rakosí er nýlátinn í borginni Gorki í Sovétríkjunum. Hann var fæddur 1891, var herfangi hjá Rússum í fyrri heimsstyrjöld- inni, gerðist kommúnisti og varð einn af leið- togum verklýðsbyltingarinnar í Ungverja- landi 1919. Var hann viðskiptamálaráðherra í ríkisstjórn Bela Kun. (Um ungversku bylt- inguna er ritað í „Rétt" 1969, bls. 75—77). Eftir ósigur byltingarinnar flýði hann til Vínar og þaðan til Sovétríkjanna. Varð hann einn af leiðtogum Alþjóðasambands komm- únista. Hann var 1921 eftir 2. heimsþing Al- þjóðasambandsins samferða þeim Hendrik Ottóssyni og Brynjólfi um Noreg og segir Hendrik skemmtilega frá þeirri för í bók sinni „Hvíta stríðið". Rakosí var tekinn fast- ur 1925, er hann starfaði á laun að flokks- málum í Ungverjalandi. Ætlaði fasistastjórn- in að láta dæma hann til dauða, en sakir al- þjóðlegra mótmæla varð dómurinn „aðeins" upp á 8V^ árs fangelsi. En þegar hann skyldi látinn laus 1934 var hann tekinn og dæmdur á ný, þrátt fyrir mikil mótmæli út um heim (einnig hér á landi), og nú til lífstíðar þrælk- unarvinnu. Arið 1940 var hann afhentur Sovétríkjunum í skiptum fyrir gamla her- fána ungverska. En 1944 varð hann leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins og síðar ríkisstjórnarinnar. En hann reyndist ofstækis- maður mikill og gerði sig m. a. sekan um þann glæp að láta dæma László Rajk og fleiri af beztu leiðtogum ungverskra komm- únista til dauða. 1956 hélt Rakosi til Moskvu og var þar síðan í útlegð, því ungverski flokkurinn vildi ekki fá hann heim. — Ævi Rakosis er eitt af mörgum dæmum þess, hve völd geti farið illa með þá menn, sem hins- vegar reynast færir um að þola mikið fyrir sósíalismann, og þá verður valdaferill þeirra flokkum sósíalismans dýrkeyptur. NESTLE-HRINGURINN Svissneski Nestle-hringi/rinn hefur verið einn af stærstu auðhringum, sem fást við matvöru. Hann er heimskunnur fyrir súkku- laði sitt og Nes-kaffi, en hann er líka aðal- eigandi Findus International, hinnar voldugu samsteypu, er meðal annars drottnar í norska freðfiskiðnaðinum (sbr. grein Jóhanns Kúld í Rétti 1962 um Findus). 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.