Réttur


Réttur - 01.01.1971, Side 53

Réttur - 01.01.1971, Side 53
ekki fyrst og fremst einnar persónu, þó flokksforingi sé, heldur hitt að frjálsar um- ræður og gagnrýni í flokknum öllum vantar, að hann hefur að nokkru misst sitt jarðsam- band, er ekki lengur þau lifandi, frjálsu sam- tök marxista með hreinskilnum umræðum á öllum stigum frá vinnustöðvasellu til mið- stjórnar, — heldur er orðinn snar þáttur í ríkisvaldskerfinu, innlimaður í það valda- kerfi, sem hann að vísu átti að hafa forustu um og ábyrgð á hvernig rekið væri í alþýðu þágu, en átti jafnframt að hafa allt eftirlit með að eigi yrði misbeitt af embættisvaldi. Þeir sorgleikir, sem gerast í hinum sósíalist- ísku ríkjum í þessum efnum, ættu að leiða til þess að hér yrði brotið við blað: flokkur- inn komi á fullu umræðufrelsi, a. m. kosti innan alls flokksins, komi á því lifandi jarð- sambandi við alþýðuna sjálfa, sem tryggi skilning og fylgi hennar við þær ákvarðanir, sem teknar séu í virku samstarfi við hana; flokkurinn gerist þau sjálfstæðu samtök al- þýðu, sem einnig stendur á verði gagnvart eigin ríkisvaldi, svo sem honum samkvæmt frelsiseðli sínu bera að vera, minnugur þeirr- ar kúgunaráráttu, sem í öllu ríkisvaldi býr. RAKOSI Mathías Rakosí er nýlátinn í borginni Gorki í Sovétríkjunum. Hann var fæddur 1891, var herfangi hjá Rússum í fyrri heimsstyrjöld- inni, gerðist kommúnisti og varð einn af leið- togum verklýðsbyltingarinnar í Ungverja- landi 1919. Var hann viðskiptamálaráðherra í ríkisstjórn Bela Kun. (Um ungversku bylt- inguna er ritað í „Rétt" 1969, bls. 75—77). Eftir ósigur byltingarinnar flýði hann til Vínar og þaðan til Sovétríkjanna. Varð hann einn af leiðtogum Alþjóðasambands komm- únista. Hann var 1921 eftir 2. heimsþing Al- þjóðasambandsins samferða þeim Hendrik Ottóssyni og Brynjólfi um Noreg og segir Hendrik skemmtilega frá þeirri för í bók sinni „Hvíta stríðið". Rakosí var tekinn fast- ur 1925, er hann starfaði á laun að flokks- málum í Ungverjalandi. Ætlaði fasistastjórn- in að láta dæma hann til dauða, en sakir al- þjóðlegra mótmæla varð dómurinn „aðeins" upp á 8V^ árs fangelsi. En þegar hann skyldi látinn laus 1934 var hann tekinn og dæmdur á ný, þrátt fyrir mikil mótmæli út um heim (einnig hér á landi), og nú til lífstíðar þrælk- unarvinnu. Arið 1940 var hann afhentur Sovétríkjunum í skiptum fyrir gamla her- fána ungverska. En 1944 varð hann leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins og síðar ríkisstjórnarinnar. En hann reyndist ofstækis- maður mikill og gerði sig m. a. sekan um þann glæp að láta dæma László Rajk og fleiri af beztu leiðtogum ungverskra komm- únista til dauða. 1956 hélt Rakosi til Moskvu og var þar síðan í útlegð, því ungverski flokkurinn vildi ekki fá hann heim. — Ævi Rakosis er eitt af mörgum dæmum þess, hve völd geti farið illa með þá menn, sem hins- vegar reynast færir um að þola mikið fyrir sósíalismann, og þá verður valdaferill þeirra flokkum sósíalismans dýrkeyptur. NESTLE-HRINGURINN Svissneski Nestle-hringi/rinn hefur verið einn af stærstu auðhringum, sem fást við matvöru. Hann er heimskunnur fyrir súkku- laði sitt og Nes-kaffi, en hann er líka aðal- eigandi Findus International, hinnar voldugu samsteypu, er meðal annars drottnar í norska freðfiskiðnaðinum (sbr. grein Jóhanns Kúld í Rétti 1962 um Findus). 53

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.