Réttur


Réttur - 01.01.1971, Side 47

Réttur - 01.01.1971, Side 47
mér yfir að lesa um þau mál allt hvað ég mátti. Einkum var það Henry George, sem fyrst tók hug- ann fanginn, og síðan opnaðist allur heimur þessara þjóðfélagsfræðinga smásaman. Fyrstu rit bolse- víkanna fóru að berast, Bucharin, Radek og fleiri. Umræðurnar með okkur skólapiltunum og stúdent- unum voru afar miklar og frjóar. Sérstakt málfunda- félag var stofnað af okkur til þess að ræða þessi mál og hélt fundi stundum i Nýja Bíói uppi, stund- um í Þingholtsstræti 28. Sérstaklega áhrifaríkar voru viðræður mínar við Stefán Pétursson, ión Steingrimsson og fleiri. En sú bók, sem reið bagga- muninn um að gera mig að sósíalista veturinn 1920 —21 var bók Krapotkins: Samhjálp, sem við höfð- um i danskri þýðingu.* Kaffihúsið Uppsalir var á þessum tíma líka mikil miðstöð umræðna um sósíalisma. Ólafur Friðriks- son, sem var hinn ótvíræði leiðtogi og ennfremur ritstjóri Alþýðublaðsins, borðaði á Uppsölum og varð miðdepill mikilla og skemmtilegra umræðna. Heimsótti ég hann nokkrum sinnum þennan vetur í íbúð hans í hornstofunni í Iðnskólahúsinu (Búnað- aðarfélagshúsinu), á miðhæðinni, er snýr út að Vonarstræti og Lækjargötu. Ólafur var þá 35 ára, ég 18 ára. Ólafur var þá bezti ræðumaður flokksins og skeleggasti verklýðsforinginn í hverskonar á- tökum, en meiri tilfinningamaður en skipuleggjandi og all einráður. I Menntaskólanum reis byltingaraldan hæst þenn- an vetur 1920—21. Þegar við bekkjarbræðurnir (— það var engin stúlka I bekknum), sem urðum stúdentar 1921, vorum i fjórða bekk (1918—19) voru hin frægu fjórtán skáld í fjórða bekk, svo þau höfðu nóg að gera að tigna sína skáldgyðju og búa sig undir að gera garðinn frægan og skálda-bekk- inn ódauðlegan. Þegar við vorum í fimmta bekk (1919—20) var mikil uppreisnarhreyfing í skóla- Hendrik Ottósson og Brynjólfur Bjarnason i Moskvu 1920. Heildarmynd i Rétti 1967, bls. 86. málum, nokkurskonar „nemendahreyfing" fyrir hálfri öld. Það var kosin nefnd, sem endurskoðaði skóla- reglugerðina og fyrirkomulagið og sneri sér eigi að- eins til kennaranna, heldur og menntamálanefndar neðri deildar Alþingis og Stúdentafélags Reykja- * Peter Krapotkin, upphaflega rússneskur fursti og frægur landfræðingur, var aðal hugsuður hins kommúnistiska anarkisma. Hann var fæddur 1842, var mikill byltingarmaður, reit mörg ágæt rit, m. a. sjálfsævisögu, sem þýdd er á íslenzku. Hann sner- ist með imperialistum í heimsstyrjöldinni, fluttist heim til Rússlands, en var mjög andvígur bolsé- vikkum sem aðrir anarkistar. Hann dó í Moskvu í febrúar 1921 og það er einkennandi fyrir það um- burðarlyndi, er ríkti í hreyfingu kommúnista á þeim tíma, að þrátt fyrir fjandskapinn þeirra I milli var útför hans gerð með mikilli virðingu, lík hans lá á viðhafnarbörum í verklýðshúsinu, virðulega var um hann ritað og við jarðarförina, þar sem blöktu svartir fánar anarkista, töluðu fulltrúar bæði frá Alþjóðasambandi kommúnista og rússneska bolsé- vikkaflokknum auk fulltrúa anarkista, er sleppt var úr fangelsi þann dag, en þar afplánaði hann dóm fyrir uppreisn gegn ríkisstjórninni. — Krapotkin hefur haft mikil áhrif á íslenzka sósíalista, svo sem m. a. Benedikt á Auðnum og Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum. 47

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.