Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 9

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 9
KOLLSTEYPA Erlenda fjármagnið leitar hér fyrst og fremst að ódýrri orku og umhverfi fyrir fjár- magnsfrekan stóriðnað. Er af öllum viður- kennt, að þar komi fátt annað en álbræðslur til greina. I þágu slíkrar stóriðju útlendinga eru komnar fram hugmyndir um að virkja á sem skemmstum tíma sem mest af nýtan- legu vatnsafli í landinu, og hundruðum millj- óna varið í forrannsóknir á fáum árum vegna hugsanlegra virkjana, þannig að hægt sé að bjóða orkuna fala á alþjóðlegum fjármagns- markaði. I sambandi við þær virkjanir eru uppi áform um stórfellda vatnaflutninga, jafnvel milli landshluta, og myndun fjöi- margra stöðuvatna til miðlunar, einkum á hálendi landsins. I tengslum við þetta eiga svo að rísa hér tugir álvera á borð við Straums- víkurbræðsluna fullbúna, ef óskir áköfustu talsmanna erlendu stóriðjunnar ná að rætast. Ollum má vera ljóst, að hér eru á ferðinni stórfelldustu inngrip í íslenzkt umhverfi, sem nokkurn tíma hafa verið ráðgerð, og raunar þau mesm sem hugsanlegt væri að koma í kring í náinni framtíð. Frá sjónarmiði um- hverfisverndar er hér því um sannkallaða kollsteypuleið að ræða, því að óteljandi at- riðum er ósvarað um það, hverjar afleiðingar slíkrar aðgerðir kynnu að hafa fyrir náttúru Islands, og það sem kannski er enn kvíðvæn- legra, er að áhugi og skilningur á nauðsyn þess að gera einmitt slíka úttekt, aöur en lagt er í frekari forrannsóknir vegná virkjanna, virðist ekki vera fyrir hendi. Líffræðilegar athuganir og aðrar rannsókn- ir vegna umhverfisverndar taka oft langan tíma og verða ekki eingöngu leystar af hendi í kráfti fjármagns, eins og verkfræðilegar athuganir. Hér virðist raunar enn troðin sama slóð og við virkjun Laxár, þar sem búand- karlar þurftu að rísa upp af þjósti til að Friðsælt og ómengað umhverfi. Leikur í laufi við undirspil árinnar. Við Jökulsá i Lóni. — Ljósm. H. G. kenna valdamönnum að virða einföldustu skyldur og knúðu fram loforð um vistfræði- legar rannsóknir á viðkomandi vatnasvæði. INNLEND IÐNÞRÓUN Leið innlendrar iðnþróunar, sem íslending- um er tvímælalaust fær og nærtæk, er mikil andstæða þeirra kollsteypuhugmynda, sem nú er fastast haldið að þjóðinni. Til hennar þarf vissulega orku, en sú orka yrði aðeins lítið brot af framleiðslukostnaði í flestum tilfell- um, en vinna, þekking og þjóðleg sérkenni vægju þeim mun meira. Raforkunotkun okk- ar mun þó vissulega margfaldast á næstu áratugum, einnig sé þessi leið valin, bæði vegna þarfa iðnaðar og heimilisnota, þar á meðal til húshitunar. Við munum því þurfa að virkja fallvötnin, eitt af öðru eftir því sem þörf krefur, og það mun ekki verða okkur nein ofraun fjárhagslega. Þá verður Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.