Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 41

Réttur - 01.01.1971, Page 41
runnin viðhorf stalínstímabilsins og kalda- stríðsins. Hann ætti því að vera opnari fyrir nýjum og djörfum skilgreiningum og starfs- aðferðum. (Þó er sú hætta yfirvofandi, að endurmótun hreyfingarinnar leiði aðeins til hentistefnu og aðlögunar að kapítalískum þjóðfélagsháttum, en þó er enn of snemmt að segja, hvor tilhneigingin verður sterkari). Þjóðmálabaráttan kallar á einhuga sósíal- íska baráttu. Asókn erlendra auðhringja og efnahagsbandalagapólitíkin krefjast einbeittr- ar baráttu, þar sem sósíalistar hljóta að hafa forystuhlutverkið með höndum. Þessi orð mín mega alls ekki skiljast á þann veg, að ég telji að um algeran samruna nýju vinstrihreyfingarinnar og eldri hreyfinga sósíalista geti orðið að ræða. Sjónarmið þess- ara tveggja hreyfinga eru svo ólík að sam- runi kemur alls ekki til greina. Andófshreyf- ingin gerir róttækari og óbilgjarnari skil við allt lífsform kapitalísks þjóðfélags en sósíal- istar hafa áður gert. Það sem til umræðu er, er alls ekki samruni þessara tveggja hreyf- inga, sem upprunnar eru á sitt hvorum tíma og við ólíkar aðstæður, heldur einhvers kon- ar samvinnu. Þau atriði sem áður eru talin benda ásamt fleirum til þess, að hér á landi þarf ekki að koma upp klofningur milli nemendahreyf- ingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, en ekki er þar með sagt, að til slíks klofnings geti ekki komið. Taki íslenzkir sósíalistar þessi vandamál ekki til gaumgæfilegrar at- hugunar, er hætt við að illa fari. Róttækir námsmenn skipuleggja sig óðum sjálfstætt. Sú hreyfing mun eflast að miklum rnun á næstunni, og brátt kemur að því að námsmenn hefji sjálfstæð þjóðmálaafskipti. Þá er hætt við að fyrir augum þeirra finni borgaralegir stjórnmálaflokkar litla náð, einnig þess háttar stjórnmálaflokkar, sem kenna sig við sósíalisma, en starfa algerlega innan þess ramma sem borgaralegt þingræði setur. A Islandi er jarðvegur fyrir sósíalíska baráttu, ekki aðeins á meðal námsmanna, heldur alþýðu allrar, því að vandamál ís- lenzks þjóðfélags verða ekki leyst nema með sósíalískum úrræðum. A næstu árum og ára- mgum verður sósíalísk barátta háð á Islandi, og það verður affarsælast öllum aðilum að sú barátta verði háð með sem mest samstiga átaki allra þeirra aðila, sem þar geta lagt eitthvert lið. Samstaða sósíalískra afla er ein höfuðforsenda þess, að unnt verði að koll- varpa borgaralegum þjóðfélagsháttum á Is- landi. 41

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.