Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 4
Hjörleifur Guttormsson er fceddur á Hall- ormsstað 1935. Hann lauk prófi í líffræði við háskólann í Leipzig 1953, og hefur verið kennari við Gagnfrceðaskólann í Neskaupstað frá árinn 1964. A sumrum hefur hann unnið að flórurannsóknum, aðallega á Austurlandi. Hjörleifur er formaður Náttúruverndarsam- taka Austurlands, sem stofnuð voru í sept- emher 1970. því að allt fram á síðustu ár hafa náttúru- verndarmálin verið hornrekur hérlendis, og þeir sem þeim hafa hreyft og fyrir þeim bar- izt, verið litnir heldur illu auga. Náttúru- verndaraðgerðir á fyrri helmingi aldarinnar voru fyrst og fremst tengdar skógrækt og sandgræðslu, og starf þeirra stofnana og fé- laga, er að þeim málum unnu, var hið eina verulega jákvæða, sem aðhafzt var á þessu sviði. Vissulega mætti tína til ýmislegt fleira, eins og t.d. lög um fuglafriðun og einstaka þætti aðra í lagabálkum, en bæði hefur þeim verið illa framfylgt og lítill áróður fyrir þeim rekinn meðal almennings. I umgengni við náttúruna höfum við staðið langt að baki frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Gildir þetta jafnt um framkvæmdir opinberra aðila sem einkaaðila og ytri hýbýlamenningu al- mennings, þó auðvitað með lofsverðum und- antekningum. Sú skoðun hefur verið ríkjandi, að hér væri landrými slíkt samfara strjálbýli, að ekki þyrfti að sýna nein vettlingatök í viðskiptum við landið og gróður Jsess, og þetta sama sjónarmið hefur einnig verið ríkj- andi gagnvart ám og vötnum og sjálfu haf- inu með því lífi, sem þar hrærist og við byggjum efnahag okkar á. ✓ Astæðan fyrir þessu skeytingarleysi og ó- menningu er margþætt, og veldur þar meðal annars miklu hin hörmulega bágborna kennsla í skólum um öll náttúrufræðileg efni, svo og vöntun á reglum og aðhaldi af hálfu löggjafans. Norðurlönd, önnur en Island, munu hafa fengið löggjöf um náttúruvernd á tveimur fyrstu áratugum aldarinnar, en nátt- úruverndarlög okkar gengu fyrst í gildi á árinu 1956. Þau lög náðu líka mjög skammt, t.d. varðandi rétt og skyldur náttúruverndar- ráðs, sem falin var umsjón og ráðgefandi vald um náttúruverndarmál, en fjárráð engin tryggð til aðgerða í krafti laganna. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.