Réttur


Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 4

Réttur - 01.01.1971, Qupperneq 4
Hjörleifur Guttormsson er fceddur á Hall- ormsstað 1935. Hann lauk prófi í líffræði við háskólann í Leipzig 1953, og hefur verið kennari við Gagnfrceðaskólann í Neskaupstað frá árinn 1964. A sumrum hefur hann unnið að flórurannsóknum, aðallega á Austurlandi. Hjörleifur er formaður Náttúruverndarsam- taka Austurlands, sem stofnuð voru í sept- emher 1970. því að allt fram á síðustu ár hafa náttúru- verndarmálin verið hornrekur hérlendis, og þeir sem þeim hafa hreyft og fyrir þeim bar- izt, verið litnir heldur illu auga. Náttúru- verndaraðgerðir á fyrri helmingi aldarinnar voru fyrst og fremst tengdar skógrækt og sandgræðslu, og starf þeirra stofnana og fé- laga, er að þeim málum unnu, var hið eina verulega jákvæða, sem aðhafzt var á þessu sviði. Vissulega mætti tína til ýmislegt fleira, eins og t.d. lög um fuglafriðun og einstaka þætti aðra í lagabálkum, en bæði hefur þeim verið illa framfylgt og lítill áróður fyrir þeim rekinn meðal almennings. I umgengni við náttúruna höfum við staðið langt að baki frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Gildir þetta jafnt um framkvæmdir opinberra aðila sem einkaaðila og ytri hýbýlamenningu al- mennings, þó auðvitað með lofsverðum und- antekningum. Sú skoðun hefur verið ríkjandi, að hér væri landrými slíkt samfara strjálbýli, að ekki þyrfti að sýna nein vettlingatök í viðskiptum við landið og gróður Jsess, og þetta sama sjónarmið hefur einnig verið ríkj- andi gagnvart ám og vötnum og sjálfu haf- inu með því lífi, sem þar hrærist og við byggjum efnahag okkar á. ✓ Astæðan fyrir þessu skeytingarleysi og ó- menningu er margþætt, og veldur þar meðal annars miklu hin hörmulega bágborna kennsla í skólum um öll náttúrufræðileg efni, svo og vöntun á reglum og aðhaldi af hálfu löggjafans. Norðurlönd, önnur en Island, munu hafa fengið löggjöf um náttúruvernd á tveimur fyrstu áratugum aldarinnar, en nátt- úruverndarlög okkar gengu fyrst í gildi á árinu 1956. Þau lög náðu líka mjög skammt, t.d. varðandi rétt og skyldur náttúruverndar- ráðs, sem falin var umsjón og ráðgefandi vald um náttúruverndarmál, en fjárráð engin tryggð til aðgerða í krafti laganna. 4

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.