Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 12
Varlin. Jourde. Valliant. Nú á utmánuðum mun þess minnzt víða um lönd, að öld er liðin síðan verkalýður í Parísarborg tók ríkisvaldið í sínar hendur og grundvallaði fyrsta verkalýðsríki sögunnar. Parísarkommúnan er af þessum sökum einn merkasti viðburður I sögu sósíalismans. Þótt henni yrði ekki langra lífdaga auðið — liðlega tveggja mánaða — gafst komm- únörðunum timi til að heimfæra til þjóðfélagsins ýmsar þær hugmyndir um félagslegt jafnrétti og frelsun hins vinnandi lýðs sem lærifeður sósíal- ismans höfðu mótað um og eftir miðja 19. öld. Engan skyldi undra, að atkvæðamesti lærifaðir- inn, Karl Marx, fylgdist af lífi og sál með hinni einstæðu tilraunastarfsemi sem Kommúnan var. Tveim dögum eftir að síðasta vígi hennar féll fyrir liðssveitum frönsku stórborgarastéttarinnar — 30. maí 1871 — lauk hann við rit sitt Borgarastriðið í Frakklandi, en það var síðan gefið út sem ávarp sambandsráðs Alþjóðasambands verkamanna. I þessu riti lagði lærifaðirinn mælistiku kenningar- innar á félagslegar og pólitískar athafnir kommún- arðanna. Ályktanirnar, sem hann dró af þessum athöfnum, urðu byltingarmönnum framtíðar að leið- arvísi. Þannig birtist, í fræði og starfi Leníns, ó- slitið samhengi milli Kommúnunnar og Október- byltingarinnar. Andi Parísarkommúnunnar sveif yfir vötnum Pétursborgar 1917. Hér á landi var Kommúnunnar minnzt á verðugan hátt fyrir þremur árum, þegar hið klassíska rit Marx um Borgarastríðið í Frakklandi var gefið út.1) Lesendur Réttar eru eindregið hvattir til að gjalda verkalýð Parisar þakkarskuld með því að lesa rit- gjörð Marx. Marx segir svo á einum stað, að „hin mikla þjóðfélagsaðgerð Kommúnunnar fólst i hinni starf- sömu tilveru hennar sjálfrar." Hún markaðist af þrotlausri baráttu fyrir tilveru sinni og róttæku sköpunarstarfi óbreyttra verkamanna sem „voguðu sér fyrsta sinni að snerta við stjórnarforréttindum „náttúrulegra yfirboðara" sinna, eignamannanna, og unnu störf sín við erfiðari skilyrði en til eru dæmi um, yfirlætislausir, samvizkusamir og ötulir-) 57 af 72 ævidögum sínum átti Kommúnan I styrjöld/1) ') K. Marx og F. Engels: Úrvalsrit, 2. bindi. Heims- kringla 1968. '-) K. Marx: Borgarastríðið I Frakklandi, Úrvals- rit, bls. 273. ð) Greinargóð frásögn af gangi atburða birtist í Rétti, 2. h. 1961, í tilefni 90 ára afmælis Kommún- unnar. Hjalti Kristgeirsson tók saman. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.