Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 55

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 55
 Þörf áminning ,,En það þykist ég sjá i hendi minni, að verkamannasamtökum og verkamannablaði eða alþýðu- manna getur því aðeins orðið lifs auðið og framgangs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heim- urinn kallar Sosialismus og nú er aðalathvarf verkamanna og lítil- magna hins svokallaða menntaða heims. Mér er sú menningarstefna kær- ust af þeim, sem ég þekki og hefur lengi verið, ekki sízt af því, að það er sá eini þjóðmálaflokkur, sem helzt sýnist hafa eitthvert land fyrir stafni, þar sem mönn- um með nokkurri tilfinningu eða réttlætis- og mannúðarmeðvitund er byggilegt." Þorsteinn Erlingsson i „Verk- efnin" i Alþýðubl. (gamla) 2. tbl. 1. árg. 21. jan. 1906. Ríkisvaldið i raun Sá, sem ekki hefur verið í fang- elsi, veit ekki hvað ríkið raun- verulega er. Leo Toistoi. Umburðarlyndi — í rússnesku byltingunni „Mikið umburðarlyndi var svo að segja í andrúmsloftinu, sem við önduðum að okkur í Petrograd, svo að alstaðar mátti heyra menn rökræða af ástriðu, næstum þvi ætla að slást, en fara svo burt með höndina um öxl viðmæland- ans. Alstaðar voru háðar opinská- ar umræður, innan og utan flokks ins. Á síðari árum minntist ég þessarar hreinskilni. Enginn var bældur af ótta eða þagði af ótta við að honum yrðu á mistök. Það var þetta, sem festist í huga mér sem sérstaklega rússneskt og sem höfuðeinkenni á fyrstu valdatímum bolsévika". Albert Rhys Williams: Journey into Revolution (Ferð inn í byit- ingu). Petrograd 1917—18. (Til- vitnun þessi er tekin úr ritdómi um bókina, eftir Carliss Lamont er birtist í „Science and Soci- ety", vorheftinu 1970). — í II. Alþjóðasambandinu 1904 [Rósa Luxemburg og Jean Jour- es, foringi franska Sósialista- flokksins deildu hart á alþjóða- þinginu, Rósa deildi hart á endur- skoðunarstefnuna, sem Jaures varði]. „Þegar hann (Jean Jaures) hafði lokið mælskri vörn fyrir afstöðu flokks síns og hafði bæði gert gys að stöðnuðum, billegum kenning- um Kautsky’s og ástríðufullum á- deilum Rósu Luxemburg, er beind- ust í rangan farveg, þá var enginn til að þýða fyrir hann. Rósa stökk upp og endurskóp hans áhrifa- miklu mælsku: úr frönsku í jafn ágæta þýzku.-------Mitt í dynj- andi lófaklappi, þakkaði Jaures henni ákaflega og kvaðst viss um að þetta atvik væri sönnun um samheldni er yfirgnæfði yfirborðs- ágreining þeirra." Peter Nettl: Rósa Luxemburg. (Jaures var myrtur af frönskum þjóðrembingsmanni 1914, Rósa af þýzkum þjóðrembingsmönn- um 1919). Þegar sambandið rofnar „Verkalýðurinn hefur nýlega veitt flokksforustunni og ríkis- stjórninni ráðningu, þegar hann greip til verkfallsvopnsins og fór í kröfugöngur út á götuna. Þennan bitra fimmtudag í júní hrópuðu verkamennirnir í Posen skýrt og greinilega: Það er nóg komið; svona getur það ekki haldið á- fram! Það verður að hverfa burt af þessari röngu leið! Verkalýður- inn hefur aldrei gripið til verk- fallsvopnsins af léttúð. Enn þá síður hefur hann gert verkfall að óhugsuðu máli hér í Póllandi al- þýðunnar, þar sem ríkisstjórnin stjórnar í nafni hans og í nafni alls vinnandi fólks. Efalaust hefur almenningi verið ofboðið og það hefnir sin ætíð. Ég er viss um að verkamennirnir í Posen hefðu aldrei gert verkfall, að enginn þeirra hefði gripið til vopna, að blóði verklýðsbræðra hefði aldrei verið úthellt, ef flokkurinn, ef flokksforystan hefði alltaf sagt þeim sannleikann. Til þess að breyta þvl, sem slæmt er í lífi okkar, — til að koma atvinnulífinu upp úr því ástandi, sem það er í, — er ekki nóg að breyta um þessa eða hina persónuna. Það er auð- velt. Til þess að útrýma úr stjórn- mála- og atvinnulífi voru öllu því, sem hrúgazt hefur þar upp árum saman og hindrað þróun þess, þarf að gera margar breytingar á kerfi alþýðuvalda vorra, á kerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.