Réttur


Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1971, Blaðsíða 13
 Kommúnarðar skotnir niður við múrinn í Luxembourg-garðinum. Keisaradæmi Napoleons III. hafði hrunið eins og spilaborg í september 1870, þegar hinn vígreifi prússneski her gerði keisaraherinn „heimaskíts- mát" í borginni Metz í A-Frakklandi. En París féll ekki að svo stöddu: lýðveldi var lýst yfir og allir vopnfærir íbúar borgarinnar gengu í s. k. þjóð- varðlið. I skjóli þess dubbuðu fulltrúar Parísar á fyrrverandi löggjafarþingi sig upp i „landvarnar- stjórn". Stjórnin stóð hins vegar ekki undir nafni; hún tvísté milli tveggja elda: hinna vopnuðu öreiga Parísar og innrásarhers Prússa. Hinn 28. janúar 1871 gafst stjórnin upp á þvi að rjúfa umsátrið um Paris, undirritaði vopnahlé og uppgjöf Parisar. tn sigurvegararnir voguðu sér ekki að fara sigurgöngu um borgina, heldur létu þeir sér nægja að hertaka norðausturhorn hennar, sem var óbyggt að mestu. 12. febrúar kom saman í Bordeaux þjóðþing, sem kosið hafði verið til i almennum kosningum. Var því ætlað að taka afstöðu til friðarskilmála Bis- marcks; þingið var skipað hægri mönnum að yfir- gnæfandi meirihluta og fól hinum gamalreynda Thiers forystu fyrir framkvæmdavaldi hægri afl- anna. Valdi hann stjórn sinni aðsetur I Versölum I von um að vinna þaðan höfuðborgina á sitt band. Til þess að tryggja völd eignastéttanna freistaði hann fyrst af öllu að afvopna verkamenn borgar- innar. „Hinn 18. marz 1871 sendi hann deildir úr fastahernum með skipun um að ræna stórskotaliðs- vopnum, sem þjóðvarðliðið átti .... Tilraunin mis- tókst. París bjóst til varnar sem einn maður. Yfir- lýst stríð hófst milli Parísar og frönsku rikisstjórn- arinnar, sem sat í Versailles. Hinn 26. marz var 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.