Réttur


Réttur - 01.04.1971, Síða 2

Réttur - 01.04.1971, Síða 2
lýður Frakklands var fyrir byltinguna 1789 — og skapa erlendum gróðalýð alger sérréttindi til arðráns. Kosningarnar 13. júní eru tækifærið til að stöðva þessa öfugþróun og hindra allt þetta atferli afturhaldsins. Framtíðarheill alþýðu, launastéttanna sérstak- lega, er undir því komin að vinnandi menn og konur gangi ekki til þessara kosninga með Morgunblaðsbindið fyrir augunum, heldur sem sjáandi, vak- andi menn. En það er ekki nóg að steypa ríkisstjórnarflokkunum í þessum kosningum. Íhaldið ætlar sér samstjórn með Framsókn, ef „viðreisnin" fellur — og Fram- sókn er reiðubúin til slíkrar afturhaldsstjórnar með íhaldinu sem „þjóðstjórn- in" 1939—42 eða „helmingaskiptastjórnin” 1950—56 var. Þrátt fyrir allt sitt róttæka lýðskrum er aðeins eitt heróp í hug og hjarta Framsóknarforust- unnar: Bara völdin. — Framsókn hefur hingað til sprengt allar vinstri stjórnir á kröfum um launalækkanir, svo sem 1938 og 1958. Og Framsóknarforustan fer beint í faðm Ihaldsins til afturhaldsaðgerða, nema hún fái slíka aðvörun frá kjósendum að hún þori það ekki. Eina málið sem afturhaldið, — opinbert og dulbúið, — skilur er stórsigur Alþýðubandalagsins. Eftir stórsigur Sósíalistaflokksins 1942 ÞORÐU borg- araflokkarnir einfaldlega ekki að mynda afturhaldsstjórn á móti honum. Það er slíkur stórsigur Alþýðubandalagsins einn, sem getur bundið enda á öll þjóðsvik og launakúgun, tryggt sigur í landhelgis- og þjóðfrelsismálun- um, knúið fram kauphækkanir og hindrað fyrirhugaðar ránsherferðir erlends og innlends auðvalds gegn alþýðunni og íslandi. ★ Það kennir margra grasa í þessu hefti Réttar: greinar um höfuðstjórnmál ís- lands við komandi kosningar, hugleiðingar um stefnuskrá sósíalistisks flokks eins og Alþýðubandalagsins, æviatriði fallinna hetja og foringja eins og Rosu Luxemburgar, frásaga af nútíma píslarvottum, sem eiga dauðadóm amerískra ofsóknardómstóla yfir höfði sér eins og Angela Davis, fróðleikur um forna list og túlkun hennar — og endurminningar og annálsbrot úr sögu hreyfingarinnar. Vonum við að lesendum liki fjölbreytni þessi, enda er hefti þetta óvenju stórt og samt bíða settar greinar þess næsta. ★ „Réttur“ treystir sem fyrr á velunnara sína til útbreiðslu hans, sýna hann kunningjum sínum og safna áskrifendum. „Réttur" á allt undir áhuga lesenda sinna. Og við vonum að þeir líti svo á, að hann verðskuldi mikla útbreiðslu.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.